Að læra að vinna

Ólafur Guðmundsson.
Ólafur Guðmundsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það hefur verið markmið okkar síðustu ár að rífa FH upp og koma því í fremstu röð á nýjan leik. Tvö síðustu ár hefur nokkuð verið rætt um reynsluleysi en ég held að við getum ekki notað það sem afsökun lengur,“ sagði Ólafur Guðmundsson, handknattleiksmaður hjá FH. „Nú þurfum við að stíga skrefið fram á við og ná árangri. Það er að minnsta kosti hluti af mínu markmiði.“

Ólafur segir að liðið hafi ekki ennþá sett sér sameiginlegt markmið fyrir keppnistímabilið. „Ég held samt að það hljóti að vera að komast í topp fjóra og ná sem lengst í öllum mótum. Við viljum að sjálfsögðu vera á meðal þeirra bestu.“

Í fjögurra síðna íþróttablaði Morgunblaðsins í dag er rætt við Ólaf og fjallað ítarlega um lið FH.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert