Íslendingaliðin Kiel og Rhein-Neckar Löwen unnu bæði góða sigri í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í dag. Guðmundur Þórður Guðmundsson stýrði Rhein-Neckar Löwen í fyrsta sinn og hann byrjaði vel því liðið hrósaði sigri á útivelli gegn Barcelona.
Þýsku meistararnir í Kiel burstuðu frönsku meistarana í Chambery með tólf marka mun, 35:23. Aron Pálmarsson skoraði 2 af mörkum Kiel en markahæstur var Filip Jicha með 7 mörk.
Ólafur Stefánsson skoraði 2 mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen þegar liðið hrósaði sigri gegn Barcelona, 31:30. Róbert Gunnarsson náði ekki að skora og Guðjón Valur Sigurðsson er enn á sjúkralistanum.