Eyjamenn tylltu sér á toppinn

Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, ásamt lærisveinum sínum og Ólafi Gylfasyni, …
Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, ásamt lærisveinum sínum og Ólafi Gylfasyni, stjórnarmanni ÍR. mbl.is

ÍBV komst í efsta sæti 1. deildar karla í handknattleik í kvöld eftir jafntefli við ÍR, 30:30, í íþróttahúsinu í Austurbergi í Breiðholti. Staðan var jöfn að lokum fyrri hálfleik, 15:15.

ÍBV hefur fimm stig að loknum þremur leikjum. FH 2 er í öðru sæti með fjögur eftir tvær viðureignir. ÍR-ingar hafa þrjú stig eftir þrjá leiki. Stjarnan, Víkingur og Grótta hafa tvö stig hver eftir tvær umferðir og Selfoss U og Fjölnir reka lestina án stiga.

Mörk ÍR: Sigurður Magnússon 6, Guðni Már Kristinsson 4, Davíð Georgsson 4, Halldór Hinriksson 4,  Ólafur Sigurgeirsson 4, Hafsteinn Ingason 3, Þorgrímur Ólafsson 2, Brynjar Steinarsson 1, Hrannar Máni Gestsson 1, Ágúst Birgisson 1.
Utan vallar: 4 mínútur.
Mörk ÍBV: Vignir Stefánsson 10, Grétar Eyþórsson 7, Leifur Jóhannsson 3, Theódór Guðbjörnsson 3, Arnar Pétursson 2, Einar Ólafsson 2, Davíð Óskarsson 1, Bragi Magnússon 1, Brynjar Óskarsson 1.
Utan vallar: 10 mínútur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert