Ólafur leikur sinn 300. landsleik gegn Lettum

Tveir af allra bestu handknattleiksmönnum heims, Ólafur Stefánsson og Nikola …
Tveir af allra bestu handknattleiksmönnum heims, Ólafur Stefánsson og Nikola Karabatic. hag / Haraldur Guðjónsson

Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, hefur valið 17 leikmenn til þátttöku í tveimur landsleikjum gegn Lettum og Austurríki sem fram fara í undankeppni Evrópumótsins 2012. Fyrri leikurinn er gegn Lettum í Laugardalshöll á miðvikudaginn í næstu viku og sá síðari gegn Austurríki í Wiener Neustadt annan laugardag.

Ólafur Stefánsson leikur sinn 300. landsleik gegn Lettum í Laugardalshöllinni á miðvikudag.

Guðjón Valur Sigurðsson og Sturla Ásgeirsson gátu ekki gefið kost á sér að þessu sinni vegna meiðsla. Þeir eru einu leikmennirnir úr landsliðinu sem vann bronsverðlaun á Evrópumeistaramótinu í Austurríki í byrjun ársins sem ekki verða með að þessu sinni.

Athygli vekur að Hannes Jón Jónsson er kallaður inn í landsliðið á nýjan leik en hann hefur ekki átt sæti í honum frá því um mitt árið 2008. Þá er Sigurbergur Sveinsson valinn í landsliðið að þessu sinni er nokkuð er síðan hann var með síðast. Sigurbergur hefur vaxið mjög í leik sínum með Rheinland í þýsku 1. deildinni upp á síðkastið.

Landsliðshópurinn er skipað eftirtöldum leikmönnum:

Markverðir: 
Björgvin Páll Gústavsson - 74 landsleikir - Kadetten
Hreiðar Levy Guðmundsson – 106 landsleikir – TV Emsdetten
Aðrir leikmenn:
Alexander Petersson - 106 landsleikir – Füchse Berlin
Arnór Atlason - 95 landsleikir – AG København
Aron Pálmarsson - 23 landsleikir – THW Kiel
Ásgeir Örn Hallgrímsson - 130 landsleikir – Hannover-Burgdorf
Hannes Jón Jónsson – 33 landsleikir - Hannover-Burgdorf
Ingimundur Ingimundarson - 77 landsleikir – AaB
Logi Geirsson – 96 landsleikir - FH
Ólafur Andrés Guðmundsson – 17 landsleikir – FH
Ólafur Stefánsson - 299 landsleikir – Rhein Neckar Löwen
Róbert Gunnarsson - 170 landsleikir - Rhein Neckar Löwen
Sigurbergur Sveinsson - 25 landsleikir - Rheinland
Snorri Steinn Guðjónsson - 164 landsleikir – AG København
Sverre Jakobsson - 92 landsleikir - Grosswallstadt
Vignir Svarvarsson - 133 landsleikir - Hannover-Burgdorf
Þórir Ólafsson – 50 landsleikir – N-Lübbecke

Miðasala á landsleik Íslands og Lettlands í Laugardalshöll í næstu viku er hafin á midi.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert