Íslenskur sigur eftir óvænta mótspyrnu Letta

Snorri Guðjónsson fer inn af línunni í leiknum í kvöld.
Snorri Guðjónsson fer inn af línunni í leiknum í kvöld. mbl.is/Golli

Leikur Íslands og Lettlands í undankeppni EM í handknattleik karla hófst í Laugardalshöll klukkan 19:40. Ísland sigraði 28:26 og þurfti að hafa verulega fyrir sigrinum. Var þetta fyrsti leikur Íslands í riðlinum en ásamt þessum þjóðum eru Þjóðverjar og Austurríkismenn í riðlinum. Fylgst er með gangi mála hér á mbl.is.

Mörk Íslands: Ólafur Stefánsson 6/4, Róbert Gunnarsson 5, Logi Geirsson 5, Ásgeir Örn Hallgrímsson 5, Þórir Ólafsson 3, Arnór Atlason 2, Sigurbergur Sveinsson 1, Snorri Guðjónsson 1.
Varin skot: Hreiðar Levý Guðmundsson 17/1 (þaraf 5 til mótherja).
Utan vallar: 8 mínútur.
Mörk Lettlands: Aivis Jurdzs 6, Girts Lilienfelds 5/1, Edgars Vadzitis 5, Margots Valkovskis 3, Andrejs Kuzmins 2, Ingars Dude 2, Arnolds Straume 2, Valdis Gutmanis 1.
Varin skot: Helmuts Tianovs 14/1 (þar af 6 til mótherja).
Utan vallar: 14 mínútur, þar af fékk Lilienfelds rautt spjald á 45. mínútu við þriðju brottvísun.
Áhorfendur: Um 2000.
Dómarar: Marco Meyer og André Philipp Buache frá Sviss, slakir.
 

60. mín: LEIK LOKIÐ. Ísland sigraði 28:26 eftir erfiðan leik og óvænta mótspyrnu Lettana. Ólafur Stefánsson skoraði þrjú af síðustu fjórum mörkum Íslands. Íslendingar eru búnir að landa sínum fyrstu stigum í þessari undankeppni og það er fyrir öllu.

60. mín: Staðan er 27:25 fyrir Ísland. Tæp mínúta eftir og Íslendingar með boltann. Guðmundur þjálfari tekur leikhlé.

58. mín: Staðan er 26:24 fyrir Ísland þegar tvær og hálf mínúta er eftir. Ísland er auk þess með boltann. Nú ætti þetta að vera komið. 

55. mín: Staðan er 24:23 fyrir Ísland. Ásgeir Örn var að skora úr hægra horninu og sá hefur verið drjúgur síðasta korterið eða svo. Íslenska sóknin þarf nánast ávallt að spila á móti uppsettri vörn en varnarleikurinn hefur ekki verið nægilega góður til þess að Ísland geti fengið jafn mörg hraðaupphlaup og liðið fær á góðum degi. 

50. mín: Staðan er 21:21. Hreiðar Levý var að verja vítakast frá Lettum og Íslendingar geta því komist yfir á ný.  Það verður að gefa Lettunum prik fyrir baráttugleði og þeir hafa spilað vel úr sínum spilum. 

46. mín: Staðan er 20:18 fyrir Ísland og er það í fyrsta skipti sem Ísland nær tveggja marka forskoti í leiknum. Ásgeir Örn Hallgrímsson tók góða rispu og skoraði þrjú mörk í röð. 

42. mín: Staðan er 17:16 fyrir Lettland. Aron Pálmarsson og Sigurbergur voru að koma inn á í sóknina.

38. mín: Staðan er 15:14 fyrir Lettland. Hreiðar Levý markvörður Íslands heldur liðinu inni í leiknum og hefur varið þrjú skot úr dauðafærum í upphafi síðari hálfleik.s

35. mín: Staðan er 14:14. Byrjunin á síðari hálfleik er því ekki glæsileg. Sigurbergur Sveinsson er byrjaður að hita upp en hann hefur ekki fengið tækifæri í mörgum „alvöru“ landsleikjum.

30. mín: Staðan er 14:13 fyrir Ísland að loknum fyrri hálfleik. Ísland komst loksins yfir undir lok fyrri hálfleiks og hafði þá ekki verið yfir síðan í stöðunni 1:0. Íslenska liðið er í miklu basli með lið sem er mun slakara á pappírunum. Ég býð ekki í hvernig staðan væri ef Lettarnir hefðu ekki fengið fimm brottvísanir í fyrri hálfleik en Íslendingar enga eins og raunin var. 

20. mín: Staðan er 10:9 fyrir Lettland.  Ísland er smám saman að ná einhverjum tökum á leiknum en varnarleikurinn hefur verið skelfilega lélegur hingað til. Hreiðar er byrjaður að verja og nú staðan að lagast. Auk þess misstu Lettarnir sinn besta mann út af fyrir nokkrum mínútum en hann virðist hafa orðið fyrir einhverju hnjaski.

15. mín: Staðan er 9:7 fyrir Lettland. Íslendingar voru tveimur leikmönnum fleiri um tíma en tókst ekki að nýta sér það. Þetta virðist ætla að verða erfið fæðing. Róbert Gunnarsson hefur bætt við tveimur mörkum, Snorri Guðjónsson einu og Logi einu. Hreiðar Levý Guðmundsson er kominn í markið.

10. mín: Staðan er 7:3 fyrir Lettland. Gestirnir komust í 5:1 áður en Ísland svaraði loksins.  Þórir Ólafsson og Logi Geirsson hafa skorað síðustu tvö mörk Íslands.

5. mín: Staðan er 4:1 fyrir Lettland. Gestirnir byrja með látum og hafa nýtt færin sín vel í fyrstu sóknum sínum. 

2. mín: Staðan er 1:0 fyrir Ísland. Arnór Atlason skoraði fyrsta mark leiksins með skoti í skrefinu eins og það er kallað.

0. mín: Ólafur var heiðraður sérstaklega áður en þjóðsöngvarnir voru leiknir og færði Knútur Hauksson, formaður HSÍ, honum málverk að því er mér sýndist. 

0. mín: Ólafur Stefánsson leikur sinn þrjú hundraðasta landsleik í kvöld. Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson eru ekki leikfærir vegna meiðsla.

Lið Íslands: 

Markverðir:

Björgvin Páll Gústavasson

Hreiðar Levý Guðmundsson

Útileikmenn:

Vignir Svavarsson

Logi Geirsson

Aron Pálmarsson

Ingimundur Ingimundarson

Ásgeir Örn Hallgrímsson

Arnór Atlason

Þórir Ólafsson

Snorri Steinn Guðjónsson

Ólafur Stefánsson

Hannes Jón Jónsson

Sverre Jakobsson

Róbert Gunnarsson

Ólafur Guðmundsson

Sigurbergur Sveinsson

Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. mbl.is/Golli
Ólafur Stefánsson leikur sinn þrjú hundruðasta landsleik í kvöld.
Ólafur Stefánsson leikur sinn þrjú hundruðasta landsleik í kvöld. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert