Logi Geirsson lék vel í vinstra horninu gegn Lettum í fjarveru Guðjóns Vals Sigurðarssonar í kvöld. Liðin mættust í Laugardalshöll og Ísland hafði betur 28:26 og var þetta fyrsti leikur liðsins í undankeppni EM í handknattleik.
Logi sagði í samtali við mbl.is að hugarfarið hafi ekki verið í lagi hjá íslensku liðinu framan af leik en benti á að Lettar hefðu farið í gegnum undankeppni á móti sterkum þjóðum til þess að vinna sig inn í keppnina. Logi sagði jafnframt að reynsla íslensku landsliðsmannanna hafi hjálpað þeim að landa stigunum.