Ólafur sagði Íslendinga hafa vanmetið Lettana

Ólafur Stefánsson lék tímamótalandsleik í Laugardalshöllinni í kvöld þegar Ísland sigraði Lettland 28:26. Ólafur er einn þriggja Íslendinga sem hafa leikið 300 landsleiki í handknattleik en hinir eru Guðmundur Hrafnkelsson og Geir Sveinsson. 

Ólafur var þó ekki í sérstöku hátíðarskapi að leiknum loknum en lék íslenska liðsins talsvert langt frá sinni getu. Fyrir fram áttu Lettarnir að vera slakasta liðið í riðlinum sem er einnig skipaður Þjóðverjum og Austurríkismönnum.  Ólafur sagði um vanmat hafa verið að ræða hjá íslenska liðinu og eftir góða byrjun Lettana hafi þeim vaxið ásmegin og því hafi vandamálin vafið upp á sig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka