Valsmenn öruggir í átta liða úrslitin

Sturla Ásgeirsson og félagar í Val fara ekki langt.
Sturla Ásgeirsson og félagar í Val fara ekki langt. mbl.is/Golli

Valsmenn eru öruggir með að eiga lið í átta liða úrslitunum í bikarkeppni karla í handbolta, Eimskipsbikarnum. Valur dróst nefnilega gegn Val 2 þegar dregið var til 16-liða úrslitanna nú í hádeginu. Akureyri - Afturelding er stórleikur umferðarinnar.

Leikirnir í karlaflokki fara fram 14.-15. nóvember og eru eftirtaldir:

Haukar 2 - Víkingur
Hamrarnir (Akureyri) - Selfoss
Grótta - FH
ÍBV 2 - Haukar
ÍR 2 - Fram
ÍR - Stjarnan
Akureyri - Afturelding
Valur 2 - Valur

Í kvennaflokki eru þrjár innbyrðis viðureignir liða úr úrvalsdeildinni en leikirnir fara fram 9.-10. nóvember. Þeir eru eftirtaldir:

KA/Þór - Stjarnan
Valur 2 - ÍR
ÍBV - Haukar
Grótta - HK
FH - Fylkir

Valur, Fram og lið Fjölnis/Aftureldingar sitja hjá og fara beint í átta liða úrslitin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert