ÍBV komst í dag upp að hlið Stjörnunnar og ungmennaliðs FH í 1. deild karla með tíu marka sigri á Fjölni, 31:21, íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi. ÍBV hefur þar með hlotið átta stig úr fimm viðureignum eins og Stjarnan og FH U. Grótta og ÍR koma næst með sjö stig.
ÍBV var sjö mörkum yfir í hálfleik í dag gegn Fjölni, 15:8. Fjölnir situr á botni deildarinnar án stiga eftir fimm leiki.
Mörk Fjölnis: Sigurður Valur Jakobsson 7, Einar Örn Hilmarsson 3, Sigtryggur Kolbeinsson 3, Óttar Steingrímsson 2, Óskar Erlendsson 2, Jón Brynjar Björnsson 2, Birgir Örn Birgisson 1, Grétar Eiríksson 1.
Mörk ÍBV: Vignir Stefánsson 9, Leifur Jóhannsson 7, Teódór Guðbjörnsson 4, Davíð Óskarsson 3, Bragi Magnússon 2, Brynjar Karl Óskarsson 2, Birkir Már Guðbjartsson 2, Grétar Eyþórsson 1, Sindri Georgsson 1.