Akureyri af öryggi í 8-liða úrslit

Guðmundur Hólmar (t.h.) skoraði sex mörk í fyrri hálfleik.
Guðmundur Hólmar (t.h.) skoraði sex mörk í fyrri hálfleik. mbl.is/Ómar

Akureyri sló í kvöld út úrvalsdeildarlið öðru sinni í Eimskipsbikar karla í handknattleik þegar liðið vann Aftureldingu 30:20 í 16-liða úrslitum. Áður höfðu Akureyringa slegið HK-inga út.

Leikurinn var jafn framan af en Akureyringar náðu forskoti undir lok fyrri hálfleiks og voru 13:9 yfir að honum loknum.

Guðmundur Hólmar Helgason var markahæstur heimamanna með 8 mörk en þeir Eyþór Vestmann, Bjarni Aron Þórðarson og Arnar Freyr Theódórsson skoruðu 4 mörk hver fyrir Aftureldingu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert