Sigfús kom, sá og sigraði Minden

Sigfús Sigurðsson fór vel af stað með TV Emsdetten í …
Sigfús Sigurðsson fór vel af stað með TV Emsdetten í Þýskalandi á laugardaginn. Brynjar Gauti

„Hann kom, sá og sigraði,“ segir í fyrirsögn greinar á vef þýska handboltaliðsins Emsdetten eftir öruggan sigur á toppliði Minden, 33:28, í norðurriðli þýsku 2. deildarinnar á laugardaginn.

Með fyrirsögninni, sem er fyrst á latínu með hinum fleygu orðum Júlíusar Cesars, „Veni, vidi, vici,“ er vísað til Sigfúsar Sigurðssonar, sem spilaði sinn fyrsta leik með Emsdetten. „Sigfús Sigurðsson var stór, breiður og kraftmikill, og skipulagði varnarleikinn,“ segir síðan í innganginum. Patrekur Jóhannesson fékk Sigfús til sín á dögunum eftir að hafa átt samskipti við hann á Fésbókinni, eins og frægt er orðið.

Þá er sagt að þessi fyrrum heimsstjarna í handboltanum hafi spilað með bros á vör, sérstaklega eftir að hafa komist inní línusendingar mótherjanna, og greinilega þekkt sín takmörk. Ekki tekið þátt í hraðaupphlaupum eða reynt að halda í við fljóta leikmenn Minden á sprettinum. En Sigfús skoraði þó eitt mark í leiknum, rétt eins og Fannar Friðgeirsson, sem einnig var hælt mjög fyrir sitt framlag. Fannar er nýstiginn uppúr meiðslum.

Hreiðar varði þrjú víti

Þá er ógetið framlags Íslendingsins í liði Minden en hornamaðurinn Gylfi Gylfason var þar í stóru hlutverki og skoraði 7 mörk.

Emsdetten er í 10. sæti og er að rétta sig af eftir slæma byrjun á tímabilinu. Minden er hinsvegar áfram á toppnum þrátt fyrir tapið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert