Kiel hafði betur í Íslendingaslagnum

Aron Pálmarsson í leik með Kiel.
Aron Pálmarsson í leik með Kiel. www.thw-provinzial.de

Evrópu- og Þýskalandsmeistarar Kiel höfðu betur gegn Rhein-Neckar Löwen, 30:27, í uppgjöri Íslendingaliðanna í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handknattleik en liðin áttust við á heimavelli Kiel, Sparkassen-Arena, að viðstöddum rúmlega 10.000 áhorfendum.

Kiel gerði út um leikinn í fyrri hálfleik en eftir hann var munurinn átta mörk, 17:9. Aron Pálmarsson skoraði 3 af mörkum Kiel, Tékkinn Filip Jicha var markahæstur í liðinu með 7 mörk og sænski línumaðurinn Marcus Alhm skoraði 7.

Hjá Rhein-Neckar Löwen voru þeir Uwe Gensheimer og Bjarte Myrholm markahæstir með 7 mörk hvor en hvorki Ólafur Stefánsson né Róbert Gunnarsson náðu að skora fyrir liðið. Guðjón Valur Sigurðsson lék ekki með liðinu vegna meiðsla.

Kiel er efst í riðlinum með 9 stig, Rhein-Neckar Löwen hefur 7 og Chambery er í þriðja sætinu með 6 stig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert