Fram stakk Selfoss af

Guðjón Finnur Drengsson og Einar Héðinsson úr Selfossi í baráttu …
Guðjón Finnur Drengsson og Einar Héðinsson úr Selfossi í baráttu við Harald Þorvarðarson úr Fram. mbl.is/Golli

Eftir hikandi byrjun tók Fram öll völd á vellinum á Selfossi í kvöld þegar 8. umferð N1-deildar karla í handknattleik lauk og vann mjög öruggan sigur, 38:30. 

Selfoss var yfir 3:2 þegar Birkir Bragason fór á kostum í marki Selfoss og Ragnar Jóhannsson raðaði inn mörk en þá tóku gestirnir til sinna ráða, lásu vörn Selfoss og náðu yfirhöndinni.   Þar með vann Fram sinn fimmta leik í röð og hefur 12 stig en Selfoss tapaði sínum sjötta í röð.

Ragnar skoraði 13 mörk fyrir Selfoss og Einar Rafn Eiðsson 9 fyrir Fram.

60. mín. - leik lokið.  30:38.  

55. mín.  27:36.  

50. mín.  26:33.  

45. mín.  22:31.   Einar Rafn Eiðsson kominn með 7 mörk, þar af fimm úr vítum öryggið uppmálað.

40. mín.  18:26.   Selfoss að taka við sér.  Guðjón Drengsson skorað 4 mörk.

35. mín.  11:24.   Með fimm mörkum gegn einu skaust Fram langt framúr.

30.  mín. - hálfleikur. 9:19.   Selfoss byrjaði með látum og Ragnar Jóhannsson skoraði  5 af fyrstu 7 mörkum liðsins en Framarar héldu sínu striki og náðu tökum á leiknum.   Ragnar hefur skorað 7 mörk fyrir Selfoss og Birkir varið jafnmörg skot.  Hjá Fram hefur Róbert Hostert skorað 6 mörk en Magnús Gunnar Erlendsson varið 10 skot.

25.  mín.  9:16.   Menn reknir útaf ótt og títt en Fram sem á betra skriði.

20.  mín.  7:13.   Fram að ná undirtökunum.

15.  mín.  5:9.   Selfoss nónast komið í maður á mann vörn en það virkar eitthvað.

12.  mín.  3:8.   Með síðustu 6 mörkum leiksins er Fram komið í gang og þjálfari Selfoss tók leikhlé.

10.  mín.  3:6.   Fram tók við sér og fann leið til að eiga við grimma vörn heimamanna.

5.  mín.  2:1.   Birkir varið þrjú skot fyrir Selfoss.

2.  mín.  1:0.   Birkir í marki Selfoss varði í fyrstu sókn og Hörður Björnsson skoraði fyrir Selfoss.

1. mín. 0:0.  Leikur hafinn og Fram byrjar með boltann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert