Berglind leikur í dag sinn 100. landsleik

Berglind Íris Hansdóttir.
Berglind Íris Hansdóttir. mbl.is/Golli

Markvörðurinn Berglind Íris Hansdóttir leikur í dag sinn 100. landsleik þegar íslenska kvennalandsliðið í handbolta leikur við Norðmenn á fjögurra þjóða móti sem hefst í Noregi í dag.

Berglind Íris lék sinn fyrsta landsleik gegn Sviss í nóvember árið 2000 og er hún annar leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi. Hrafnhildur Skúladóttir er leikjahæst en hún spilar í dag sinn 122. landsleik.

Mótið í Noregi er lokaundirbúningur landsliðsins fyrir úrslitakeppni Evrópumótsins sem hefst í Danmörku þann 7. desember. Ísland leikur við Noreg í dag, Danmörku á morgun og Serbíu á sunnudaginn.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert