Fram er komið í undanúrslit Eimskipsbikar karla í handbolta eftir eins marks sigur á Haukum 32:31. Mikil spenna var á lokamínútunum en Haukar fengu aukakast í lok leiks. Aukakastið tók Stefán Sigurmannsson en Magnús Gunnar Erlendsson markvörður Framara varði skot hans.
Það er því ljóst að Haukar sem eru núverandi Bikarmeistarar ná ekki að verja titilinn.
Beina textalýsingu frá leiknum má sjá hér fyrir neðan.
56 mín Haukar taka leikhlé þegar um 3 mínútur eru eftir og staðan er 31:28.
50 mín. Halldór Jóhann Sigfússon var að koma Fram yfir með marki úr vítakasti 24:23
44 mín. 23:23 er staðan og mögulega þarf að framlengja þennan leik ef staðan verður enn jöfn eftir 60 mínútur.
35 mín. 18:19, Haukar byrja seinni hálfleikinn af krafti
Hálfleikur: Framarar hafa spilað vel síðustu mínúturnar í fyrri hálfleik og leiða með 2 mörkum í hálfleik 17:15. Eins og tölurnar gefa til kynna er mikill hraði í leiknum og þrátt fyrir að liðin séu að skora mikið hafa markmenn beggja liða verið að verja ágætlega. Þá sérstaklega Birkir Ívar í upphafi leiks.
Andri Berg Haraldsson er markahæstur Framara með 5 mörk. Freyr Brynjarsson og Björgvin Hólmgeirsson eru markahæstir með 4 hjá Haukum
19 mín. Það er allt í járnum í Safamýrinni í hröðum og skemmtilegum leik, 7:10
8 mín. Mjög jafn leikur fyrstu mínúturnar, Haukarnir þó með yfirhöndina 4:6