Fimm marka tap fyrir Svíum

Alexander Petersson verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu gegn Svíum …
Alexander Petersson verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu gegn Svíum í Halmstad í kvöld. Kristinn Ingvarsson

Íslenska landsliðið í handknattleik karla tapaði, 31:26, fyrir Svíum á heimsbikarmótinu í handknattleik í Halmstad í kvöld. Ísland mætir Noregi í mótinu á morgun kl. 17.30.

Eftir jafnar upphafsmínútur tóku Svíar við sér upp úr miðjum fyrri hálfleik og voru fimm mörkum yfir að honum loknum, 19:14. Vörn Íslands var góð fyrsta stundarfjórðunginn í síðari hálfleik og eins var Sveinbjörn Pétursson sterkur í markinu og Svíar skoruðu ekki nema tvö mörk á þeim tíma. Íslenska liðið náði að minnka muninn í eitt mark, 22:21, en þá skildu leiðir á nýjan leik og Svíar tryggðu sér öruggan sigur, 31:26. 

Mörk Íslands: Sigurbergur Sveinsson 6, Aron Pálmarsson 5, Oddur Gretarsson 5, Alexander Petersson 4, Ásgeir Örn Hallgrímsson 3, Arnór Atlason 1, Ingimundur Ingimundarson 1, Róbert Gunnarsson 1.
Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 10 (þaraf 1 til mótherja), Birkir Ívar Guðmundsson 2. Sveinbjörn lék í markinu frá 19. mínútu og til leiksloka.

Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is.
Svíþjóð 31:26 Ísland ka. opna loka
60. mín. Leik lokið - Svíþjóð vann 31:26, og íslenska landsliðið mætir Noregi kl. 17.30 á morgun í Malmö.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka