Valur á flugi

Ernir Hrafn Arnarson, Valsmaður.
Ernir Hrafn Arnarson, Valsmaður. mbl.is/Ómar

Með gríðarlegri baráttu tókst Valsmönnum að snúa við blaðinu og vinna Fram þegar liðin mættust í 11. umferð N1-deildar karla að Hlíðarenda í kvöld og unnu  29:28 í æsispennandi leik.

 

Valur hafði undirtökin fram í lok fyrri hálfleiks en þá tóku Framarar við þeim og höfðu 13:15 í hálfleik.  Þeir juku síðan forskotið eftir hlé og voru mest með 20:24 en með gríðarlegri baráttu ásamt sigurmarki Sturlu Ásgeirssonar á síðustu mínútu tókst Val að vinna.   

 

Hjá Val skoraði Valdimar Fannar Þórsson 7 mörk og Hlynur Morthens varði 12 skot. Hjá Fram skoraði Einar Rafn EIðsson 9 mörk og Haraldur Þorvarðarson 6 en Magnús Gunnar Einarsson varði 13  skot.

 

Fram er því eftir sem áður í 2. sæti deildarinnar á eftir Akureyri, sem gerði jafntefli við Hauka og Valur er einnig áfram í 6. sætinu.

60. mín.  29:28. Leik lokið.

59. mín.  28:28. 

58. mín.  27:27.  Mikil spenna og leikmenn mislagðar hendur í látunum.

55. mín.  26:27. 

50. mín.  25:25.  Með fimm mörkum á móti einu er Valur komið inní leikinn.

48. mín.  23:24.  Valsmenn tóku vel við sér.

38. mín.  16:19.  Valsmenn voru að rétta úr kútnum en þá tók Fram við sér.

33. mín.  13:17.  Með fjórum síðustu mörkum fyrri hálfleiks og tveimur fyrstu í þeim síðari er Fram komið með undirtökin.

30. mín.  13:15.  Hálfleikur.  Valur hafði undirtökin en missti yfir til Fram með því að missa mesta broddinn úr sókninni því þá slaknaði á vörninni líka.  Einar Rafn hefur skorað tvö síðustu mörk Fram.

27. mín.  13:14.  Fram gekk á lagið þegar Valsmenn voru frekar afslappaðir.

25. mín.  13:11.  .

20. mín.  11:9.  Ef ekki hefði verið fyrir Magnús í marki Fram væri Valur meira yfir því hann hefur varið úr opnum færum, jafnvel tveimur í sömu sókn.

13. mín.  9:6.  Spenna og hiti.  Fannar Þorbjörnsson leikmaður Vals lét Jóhann Gunnar úr Fram finna rækilega fyrir sér en ekkert dæmt.  Skömmu síðar féll Fannar við í sókninni og Andri Berg úr Fram hlammaði sér ofan á hann.  Það fauk í Fannar og eitthvað sagði hann því honum var sjálfum  vikið af velli.

10. mín.  5:5.  Fram var sýnd veiði en alls ekki gefin.

7. mín.  4:2.  Orri Freyr skoraði síðustu tvö mörk Vals eftir stórkostlega sendingar Valdimars Fannars.

3. mín.  1:0.  Ernir Hrafn skoraði úr víti, sem Ásbjörn fékk þegar brotið á honum.

1. mín.  0:0.   Leikur hafinn og Valur byrjar með boltann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert