Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna mætir Úkraínu í umspilsleikjum í júní um sæti á heimsmeistaramótinu sem haldið verði í Brasilíu í desember á næsta ári.
Dregið var í morgun í Herning í Danmörku um hvaða sextán lið mætast í átta viðureignum um sæti á HM.
Fyrri leikurinn við Úkraínu fer fram hér á landi 4. eða 5. júní og sá síðari ytra á landi viku síðar. Samanlögð úrslit í leikjunum ráða því hvor þjóðin tryggir sér keppnisrétt á HM 2011 en íslenska kvennalandsliðið hefur aldrei verið á meðal þátttökuliða á heimsmeistaramóti.
Aðrir leikir í umspilinu verða sem hér segir:
Tékkland - Svartfjallaland
Holland - Tyrkland
Spánn - Makedónía
Frakkland - Slóvenía
Króatía - Spánn
Ísland - Úkraína
Þýskaland - Ungverjaland
Pólland - Rúmenía/Danmörk
Það ræðst í dag hvort það verður Rúmenía eða Danmörk sem mæta Pólland en Rúmenar og Danir leika um þriðja sætið á EM. Taplið þess leik fer í umspilið en sigurliðið tryggir sér farseðilinn á HM eins þau sem hafna í fyrsta og öðru sæti.