Danir mæta Frökkum í úrslitum

Mads Christiansen reynir að komast í gegnum vörn Spánverja í …
Mads Christiansen reynir að komast í gegnum vörn Spánverja í leiknum í kvöld. Reuters

Danir leika til úrslita gegn heimsmeisturum Frakka en þeir lögðu Spánverja, 28:24, í undanúrslitum mótins sem fram fór í Kristianstad. Staðan var jöfn í leikhléi, 12:12, en Danir voru sterkari í seinni hálfleik og uppskáru frábæran sigur.

Mörk Danmerkur: Mikkel Hansen 9, Hans Lindberg 6, Kasper Søndergaard 5, Rene Toft Hansen 2, Lars Christiansen 2, Bo Spellerberg 1, Lasse Boesen 1, Mads Christiansen 1, Michael V. Knudsen 1.

Mörk Spánar: Joan Canellas Reixach 6, Alberto Entrerrios 3, Raul Entrerrios 3, Cristian Ugalde Garcia 2, Eduardo Gurbindo 2, Roberto Garcia Parrondo 2, Jose Maria Rodriguez 1, Juan Antonio Garcia 1, Ruben Garabaya Arenas 1, Viran Morros de Argila 1, Albert Rocas Comas 1, Iker Romero 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka