Karabatic til AG?

Nikola Karabatic sækir að vörn danska landsliðsins í úrslitaleik heimsmeistaramótsins …
Nikola Karabatic sækir að vörn danska landsliðsins í úrslitaleik heimsmeistaramótsins á dögunum. Reuters

Jesper Nielsen, eigandi danska handknattleiksliðsins AG Köbenhavn, segist hafa rætt við franska handknattleiksmanninn Nikola Karabatic um að hann gangi til liðs við félagið þegar núverandi samningur Frakkans við Montpellier rennur út árið 2013.

Nielsen segir við danska fjölmiðla að það geti hentað AG vel að fá Karabatic til félagsins eftir tvö ár. Þá geri hann ráð fyrir að AG verði komið í hóp fjögurra bestu handknattleiksliða Evrópu. Karabatic muni falla vel inn i liðið við það tækifæri.

Nielsen segir ekki koma til greina að fá Karabatic fyrr til AG. Ekki standi til að kaupa upp núverandi samning við Frakkann sem að margra mati er besti handknattleiksmaður heims. Karabatic hefur verið helsta driffjöður franska landsliðsins sem er núverandi heims-, Evrópu-, og ólympíumeistari í handknattleik.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert