Akureyri í bikarúrslit

Atli Hilmarsson þjálfari Akureyrar er með sitt lið í undanúrslitum …
Atli Hilmarsson þjálfari Akureyrar er með sitt lið í undanúrslitum í bikar og á toppi úrvalsdeildar. mbl.is/Eggert

 Akureyri leikur til úrslita við Val Eimskipsbikarkeppninni í handknattleik í Laugardalshöll laugardaginn 26. febrúar. Þetta varð ljóst eftir að Akureyri lagði FH, 23:20, í undanúrslitaleik í íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld. 

Akureyringar voru yfir allan leikinn, m.a. fjórum mörkum að loknum fyrri hálfleik, 13:9. Varnarleikur liðsins var framúrskarandi og þá fór Sveinbjörn Pétursson á kostum í markinu.

Mestur varð munurinn á liðunum sjö mörk um miðjan síðari hálfleik, 20:13. Þá tókst FH-ingum með seiglu og baráttu að minnka forystu Akureyrar í eitt mark, 21:20, þegar ein mínúta var eftir. Lengra komust Hafnfirðingar ekki og Akureyringar skoruðu tvö síðustu mörkin.

Akureyri handboltafélag hefur ekki áður komist í úrslit bikarkeppninnar en annar forveri þess, KA, náði þeim áfanga að verða þrisvar sinnum bikarmeistari, 1995, 1996 og 2004. 

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Akureyri 23:20 FH opna loka
60. mín. Leik lokið Leik lokið og góður sigur heimamanna staðreynd. Þeir eru því komnir í úrslit bikarsins í fyrsta sinn í stuttri sögu félagsins
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert