Halldóri sagt upp hjá Haukum

Halldór Ingólfsson fráfarandi þjálfari Hauka t.v. og Óskar Ármannsson aðstoðarþjálfari.
Halldór Ingólfsson fráfarandi þjálfari Hauka t.v. og Óskar Ármannsson aðstoðarþjálfari. mbl.is/Golli

Halldór Ingólfsson var í dag sagt upp störfum sem þjálfari Íslands- og bikarmeistara Hauka í handknattleik karla. Halldór staðfesti þetta við mbl.is rétt í þessu.

Í útvarpsfréttum RÚV klukkan 18 kemur fram að Gunnar Berg Viktorsson muni stýra liðinu út leiktíðina og sveitungi hans frá Vestmannaeyjum Birkir Ívar Guðmundsson verður honum til aðstoðar. 

Halldór tók við liðinu síðastliðið sumar af Aroni Kristjánssyni sem þá hélt til Þýskalands.

Haukar eru í 5. sæti N1 deildarinnar og í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppnina en liðið er raunar einungis tveimur stigum á eftir Fram sem er í 2. sæti. 

Halldór Ingólfsson, fráfarandi þjálfari Hauka.
Halldór Ingólfsson, fráfarandi þjálfari Hauka. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert