Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur valið 18 leikmenn til þátttöku landsleikjunum gegn Þjóðverjum sem fram fara í undankeppni EM 2012. Fyrri leikurinn er gegn Þjóðverjum í Laugardalshöll miðvikudaginn 9.mars kl.19.45. Liðið heldur svo til Þýskalands og leikur þar gegn heimamönnum sunnudaginn 13.mars kl.14.00 að íslenskum tíma.
Í hópnum eru sömu leikmenn og léku á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð, allir nema Sigurbergur Sveinsson, og til viðbótar hefur Guðmundur valið markvörðinn Sveinbjörn Pétursson úr Akureyri og FH-inginn Ólaf Guðmundsson. Sveinbjörn hefur farið á kostum með Akureyrarliðinu í vetur og Ólafur hefur komið mjög sterkur inn eftir áramótin.
Hópurinn er þannig skipaður:
Markmenn:
Björgvin Páll Gústavsson, Kadetten
Hreiðar Levy Guðmundsson, Emsdetten
Sveinbjörn Pétursson, Akureyri
Aðrir leikmenn:
Alexander Petersson, Fücshe Berlin
Arnór Atlason, AG Köbenhavn
Aron Pálmarsson, Kiel
Ásgeir Örn Hallgrímsson, Hannover-Burgdorf
Guðjón Valur Sigurðsson, Rhein-Neckar Löwen
Ingimundur Ingimundarson, AaB
Kári Kristján Kristjánsson, Wetzlar
Oddur Gretarsson, Akureyri
Ólafur Guðmundsson, FH
Ólafur Stefánsson, Rhein-Neckar Löwen
Róbert Gunnarsson, Rhein-Neckar Löwen
Snorri Steinn Guðjónsson, AG Köbenhavn
Sverre Jakobsson, Grosswallstadt
Þórir Ólafsson, N-Lübbecke
Vignir Svavarsson, Hannover-Burgdorf