Fjölnir vann óvæntan sigur á Stjörnunni, 27:26, í 1. deild karla í handknattleik í Mýrinni í Garðabæ í kvöld. Þetta var aðeins annar sigur Fjölnis á leiktíðinni en liðið rekur lestina í deildinni. Stjarnan er hinsvegar í þriðja sæti og gat með sigri komist upp að hlið ÍR í öðru sæti.
Fjölnir var yfir meiri hluta fyrri hálfleiks en Stjarnan mark yfir áður en flautað var til loka hálfleiksins, 14:13.
Stjarnan var yfir framan síðari hálfleiks en Fjölnismenn náðu aftur frumkvæðinu þegar á leið og náðu mest fjögurra marka forskoti þegar um sjö mínútur voru til leiksloka.
Markahæstur hjá Fjölni var Sigtryggur Kolbeinsson með 7 mörk, öll nema eitt í síðari hálfleik. Viktor Alex Ragnarsson átti einnig góðan leik í marki Fjölnismanna en hann varði 14 skot og varði m.a. úr dauðafæri þegar innan við ein mínúta var til loka leiks en þá gátu leikmenn Stjörnunnar jafnað metin.