Frábær sigur á Þjóðverjum

Aron Pálmarsson skorar fyrir Ísland í leiknum í kvöld.
Aron Pálmarsson skorar fyrir Ísland í leiknum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Ísland og Þýskaland mættust í undankeppni EM karla í handknattleik í Laugardalshöllinni klukkan 19.45. Íslenska liðið átti frábæran leik og sigraði sannfærandi 36:31 og var yfir að loknum fyrri hálfleik 21:14. Liðin eru í harðri keppni ásamt Austurríki um tvö sæti í lokakeppninni í Serbíu á næsta ári. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is í beinni textalýsingu.

Ísland er nú með 4 stig en Austurríki og Þýskaland eru með 3 stig hvort og  Lettland ekkert. Leikur Lettlands og Austurríkis fer einnig fram í kvöld.

Ísland lagði grunninn að sigrinum með frábærri frammistöðu í fyrri hálfleik og náði þá sjö marka forskoti. Lykilmenn á borð við Ólaf Stefánsson, Guðjón Val Sigurðsson, Aron Pálmarsson og Björgvin Pál Gústavsson voru allir að sýna sínar bestu hliðar og þá er ekkert grín að eiga við íslenska liðið. 

Þjóðverjar reyndu hvað þeir gátu til að brúa bilið en tókst ekki að minnka muninn meira niður en í fjögur mörk. 

Íslenskir áhorfendur eru líflegir í Höllinni í kvöld.
Íslenskir áhorfendur eru líflegir í Höllinni í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg
Liðin á gólfinu í Höllinni fyrir leik.
Liðin á gólfinu í Höllinni fyrir leik. mbl.is/Árni Sæberg
Ísland 36:31 Þýskaland* opna loka
60. mín. Sebastian Preiss (Þýskaland*) skoraði mark Af línunni.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert