Ellefu marka skellur í Halle

Silvio Heinevetter ver eitt af fjölmörgum skotum íslenska liðsins í …
Silvio Heinevetter ver eitt af fjölmörgum skotum íslenska liðsins í leiknum í dag. mbl.is/Michael Heuberger

Þýskaland vann stórsigur á Íslandi, 39:28, í undankeppni Evrópumóts karla í handknattleik í Halle í Westfalen í dag. Staðan var 20:13 í hálfleik og Þjóðverjar höfðu undirtökin frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu.

Austurríki vann Lettland í gær, 34:24, og er með 7 stig eftir 4 leiki. Þýskaland er með 5 stig, Ísland 4 en Lettland ekkert. Tvö efstu liðin komast í lokakeppni EM í Serbíu í janúar 2012.

Bæði lið eiga eftir að mæta Austurríki, Þjóðverjar á útivelli en Íslendingar á heimavelli. Þá eiga bæði lið eftir að spila við Lettland, Íslendingar á útivelli en Þjóðverjar á heimavelli.

Þjóðverjar náðu með sigrinum undirtökum í baráttu liðanna um að komast á EM. Þau geta reyndar bæði farið þangað með því að vinna bæði leiki sína  gegn Austurríki, ásamt því að sigra Letta. Nú bendir allt  til þess að leikur Íslands og Austurríkis í lokaumferðinni í júní verði hreinn úrslitaleikur um sæti á EM.

Mörk Þýskalands: Pascal Hens 7, Sebastian Preiss 6, Michael Kraus 6, Patrik Groetzki 4, Adrian Pfahl 4, Michael Haass 3, Holger Glandorf 3, Uwe Gensheimer 3, Dominik Klein 1, Oliver Roggisch 1, Christian Sprenger 1.

Mörk Íslands: Vignir Svavarsson 4, Þórir Ólafsson 4, Alexander Petersson 4, Aron Pálmarsson 4, Guðjón Valur Sigurðsson 3, Snorri Steinn Guðjónsson 3, Ólafur Stefánsson 3, Arnór Atlason 1, Róbert Gunnarsson 1, Ingimundur Ingimundarson 1.

Þýskaland* 39:28 Ísland opna loka
60. mín. Snorri Steinn Guðjónsson (Ísland) fiskar víti
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka