Gunnar Steinn Jónsson átti enn einn stórleikinn fyrir Drott í gærkvöldi þegar liðið sigraði Lindesberg 37:34. Með sigrinum heldur Drott í vonina um að komast í úrslitakeppnina í efstu deild sænska handboltans.
Gunnar skoraði 11 mörk og var markahæstur hjá Drott eins og svo oft áður.
Leikjadagskráin framundan er þétt hjá Drott en liðið fær Redbergslid í heimsókn á föstudag og á útileik gegn Guif á mánudag. Þar verður um Íslendingaslag að ræða því Kristján Andrésson þjálfar Guif og bróðir hans Haukur leikur með liðinu. Alls á Drott fjóra leiki eftir og þarf að halda vel á spöðunum til að tryggja sæti sitt í úrslitakeppninni.