Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, sagðist vera stoltur af liði sínu að það hafi nú tryggt sér deildarmeistaratitilinn í handknattleik karla þrátt fyrir að enn séu tvær umferðir eftir. Atli sagði ekki kæmi til greina að slaka á klónni þótt tvær umferðir séu eftir, það væri ekki sanngjarnt gangvart öðrum liðum í deildinni.
Atli tók við þjálfun Akureyrar á síðasta sumri og var því ekki lengi að tryggja liðinu sinn fyrsta titil. Hann segist hafa fundið það eftir að hafa kynst leikmannahópnum síðasta sumar hvers hópurinn vægi megnugur.
„Nú höfum við stigið yfir ákveðinn þröskuld en svo sannarlega ekki hættir, við höfum ekki fengið nóg,“ sagði Atli sem horfir til úrslitakeppninnar sem er framundan að deildarkeppninni lokinni 7. apríl. „Við ætlum okkur sigur í næsta leik. Það verður lítið gaman að taka móti bikar á heimvelli á fimmtudaginn eftir að hafa tapað leik," sagði Atli Hilmarsson, þjálfari deildarmeistar Akureyrar í handknattleik karla.