Lið Akureyrar getur í kvöld tryggt sér fyrsta titilinn í sögu félagsins en takist liðinu að leggja HK-inga að velli í Digranesi í 3. síðustu umferð deildarinnar í kvöld verður Akureyrarliðið deildarmeistari.
Þrír leikir fara fram í N1-deildinni í kvöld. HK og Akureyri eigast við í Digranesi klukkan 18.30 og klukkutíma síðar hefja Selfoss og FH leik á Selfossi og í Vodafone-höllinni eigast við Valur og Afturelding.
Akureyringar eru með fjögurra stiga forskot í toppsæti deildarinnar og með sigri gegn HK er ljóst að Akureyri verður deildarmeistari. FH er eina liðið sem getur náð Akureyri að stigum en norðanliðið hefur betur í innbyrðisviðureignum á móti FH.
Leikir kvöldsins eru:
18.30 HK - Akureyri (Digranes)
19.30 Selfoss - FH (Digranesi)
19.30 Valur - Afturelding (Vodafone-höllinni)