Guif, undir stjórn Kristjáns Andréssonar, tapaði í gærkvöld sínu fyrsta stigi í úrslitakeppninni um sænska meistaratitilinn þegar Redbergslid kom í heimsókn til Eskilstuna og náði þar nokkuð óvæntu jafntefli, 34:34.
Haukur Andrésson skoraði 2 mörk fyrir Guif sem eftir sem áður öruggt með sæti í undanúrslitunum. Liðið er með 10 stig eftir 4 leiki en Redbergslid er með 4 stig, Lugi 3 og Drott 3 í riðlinum.
Gunnar Steinn Jónsson og félagar í Drott eiga góða möguleika á að ná öðru sæti riðilsins og fylgja Guif í undanúrslitin en þeir mæta Lugi í geysilega þýðingarmiklum leik í kvöld.
Í hinum riðlinum er Sävehof öruggt í undanúrslitin með 11 stig. Alingsås er með 5 stig, HK Malmö 4 og Skövde 2 stig.