Fram vann með einu marki

Ólafur Gústafsson, FH, og Framarinn Magnús Stefánsson í leik liðanna …
Ólafur Gústafsson, FH, og Framarinn Magnús Stefánsson í leik liðanna á fimmudagskvöldið. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Fram vann FH, 27:26, í æsispennandi og fjörugum leik í undanúrslitum N1-deildar í handknattleik rétt áðan. Þar með mætast liðin á nýjan leik í oddaleik í Kaplakrika á mánudagskvöldið.

Fram var undir allt þar til á 52. mínútu að þeir komust yfir, 25:24. Eftir það var gríðarleg barátta í leiknum. Magnús Gunnar Erlendsson varði vítakast Ásbjörns Friðrikssonar þegar 50 sekúndur voru eftir í stöðunni, 27:26. Lína var dæmd á Fram þegar hálf mínúta var eftir og lína einnig dæmd á FH þegar 10 sekúndur lifðu af leiknum.

Gangur leiksins: 0:1, 1:1, 3:4, 4:7, 7:13, 13:15, 13:17, 16:21, 20:21, 20:22, 22:23, 25:24, 26:24, 26:25, 27:25, 27:26.

Mörk Fram: Andri Berg Haraldsson 8, Jóhann Gunnar Einarsson 6, Matthías Daðason 3, Halldór Jóhann Sigfússon 2, Haraldur Þorvarðarson 2, Einar Rafn Eiðsson 2/1, Jóhann Karl Reynisson 1, Magnús Stefánsson 1, Róbert Aron Hostert 1.
Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 18/1 (þaraf 4 til mótherja).
Utan vallar: 6 mínútur.
Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 10/4, Ólafur Andrés Guðmundsson 5, Baldvin Þorsteinsson 4, Örn Ingi Bjarkason 3, Ólafur Gústafsson 2, Ari Magnús Þorgeirsson 1, Atli Rúnar Steinþórsson 1.
Varin skot: Pálmar Pétursson 15 (þaraf 5 til mótherja).
Utan vallar: 10 mínútur.
Áhorfendur: Á að giska á milli 700 og 800, flott stemning.

57. Staðan er 27:25, fyrir Fram.

53. Fram er komið yfir, 26:24. Eftir að liðið komst á bragðið og minnkaði muninn þá halda þeim bláklæddu engin bönd.

50. Staðan er jöfn, 23:23, og Fram gat komist marki yfir en Pálmar varði frá Róberti Aroni. FH fer í sókn.

43. FH var tveimur mönnum færra áðan í um tvær mínútur og þá skoraði Fram fjögur mörk gegn engu og breyttu stöðunni í 19:21. Nú er orðið jafnt í liðum og aðeins munar einu marki, 20:21 fyrir FH sem tekur nú leikhlé.

38. Staðan er 20:18, FH í hag.

35. FH er fjórum mörkum yfir, 18:14, og var að missa Sigurgeir Árna af leikvelli. Í kjölfarið var dæmdur ruðningur á Fram. FH hefur sókn.

30. Hálfleikur, staðan er 15:13, fyrir FH. Fram átti síðustu alvöru sóknina í síðari hálfleik en tókst ekki að skora. Andri Berg Haraldsson hefur skorað 4 mörk fyrir Fram og Matthías Daðason þrjú. Ásbjörn Friðriksson er með sjö mörk fyrir FH og Baldvin Þorsteinsson 3.

27. Framarar er hressari eftir leikhléið sem Reynir þjálfari þeirra tók áðan. Staðan er nú 15:12, fyrir FH og Jóhann Gunnar var að skjóta naumlega yfir, hann hefði getað minnkað muninn í 15:13.

23. Reynir Þór þjálfari Fram tekur leikhlé, staðan er 14:8, fyrir FH sem leika við hvern sinn fingur meðan fátt gengur upp hjá Fram, sóknin er slök og mistæk og varnarleikur og markvarsla ekkert sérstök.

20. Staðan er 13:8, fyrir FH.

15. Leikmenn FH eru mikið öflugri. Vörnin frábær og sóknarleikurinn gengur vel upp. Meira ráðleysi á Frömurum og spennustigið nokkuð hátt hjá þeim. Staðan er 11:6, fyrir FH. Ásbjörn hefur skorað af mörkum Hafnfirðinga.

10. FH-ingar hafa verið ákveðnari á upphafsmínútunum, staðan er 4:6, fyrir þá.

3. Leikurinn er hafinn. Ásbjörn kom FH yfir með marki úr vítakasti en Andri Berg jafnaði fyrir Fram.

Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson dæma leikinn í Safamýri.

FH vann fyrsta leik liðanna í Kaplakrika á fimmtudagskvöldið, 29:22, og getur með sigri í dag tryggt sér sæti í úrslitum. Vinni Fram leikinn leiða liðin saman hesta sína í oddaleik í Kaplakrika á mánudagskvöldið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert