Afturelding slapp fyrir horn

Bjarni Aron Þórðarson, leikmaður Aftureldingar.
Bjarni Aron Þórðarson, leikmaður Aftureldingar. Kristinn Ingvarsson

Afturelding slapp fyrir horn í fyrsta leik sínum gegn ÍBV í umspili um sæti í N1-deild karla á næstu leiktíð. Mosfellingar unnu með einu marki, 28:27, eftir að Eyjmamenn sóttu hart að þeim síðustu 10 mínúturnar, náðu að jafna metin nokkrum sinnum en aldrei að komast yfir.

Liðin mætast öðru sinni í Vestmannaeyjum á þriðjudagskvöldi. Eyjamenn voru ósáttir dómgæsluna í leiknum, ekki síst þegar dæmd var lína á einn leikmann liðsins þegar hann fór inn úr hægra horni þegar skammt var eftir í stöðunni, 26:25, fyrir Aftureldingu.

Mörk Aftureldingar: Sverrir Hermannsson 11, Hilmar Stefánsson 5/2, Bjarni Aron Þórðarson 4, Jóhann Jóhannsson 3, Reynir Ingi Árnason 2, Þrándur Gíslason 1, Ásgeir Jónsson 1, Haukur Sigurvinsson 1.
Varin skot: Hafþór Einarsson 13 (þaraf 4 til mótherja).
Utan vallar: 2 mínútur.
Mörk ÍBV: Leifur Jóhannesson 9, Davíð Þór Óskarsson 5, Gísli Jón Þórisson 4, Sigurður Bragason 4/1, Vignir Stefánsson 4/1, Theódór Sigurbjörnsson 1.
Varin skot: Þorgils Orri Jónsson 7 (þaraf 4 til mótherja). Kolbeinn Aron Ingibjargarson 10/1 (þaraf 2 til mótherja).
Utan vallar: 4 mínútur.
Dómarar: Jón Karl Björnsson og Þorleifur Árni Björnsson, slakir.
Áhorfendur: Á milli 200 og 300.

55. Fimm mínútur eftir, staðan er 25:24, fyrir Aftureldingu. ÍBV er í sókn. Eyjamenn hafa átti í tvígang möguleika á að jafna á síðustu mínútum en ekki tekist. Nú fá þeir þriðja möguleikann. Spenna og góð stemning með 250 áhorfenda í Mosfellsbæ, þar á meðal er góður hópur Eyjamanna.

50. Fjör að færast í leikinn að Varmá. Eyjamenn hafa minnkað muninn í eitt mark, 23:22, og eru í sókn. Kobeinn Aron heldur áfram að fara á kostum í marki ÍBV.

45. Leikmenn ÍBV hafa skorað tvö mörk í röð og eru í sókn þessa stundina, staðan 22:19, fyrir Aftureldingu.

40. Afturelding tekur leikhlé, staðan er 19:16, fyrir Mosfellinga. Eyjamenn eru afar ákveðnir á upphafsmínútum síðari hálfleiks og eru klaufa að vera ekki búnir að minnka muninn í eitt eða tvö mörk. Kolbeinn Aron Ingibjargarson, sem kom í mark ÍBV í hálfleik, hefur varið vel, m.a. vítakasti. Markvarslan var engin hjá ÍBV í fyrri hálfleik.

35. Eyjamenn skoruðu tvö fyrstu mörk síðari hálfleik og minnkuðu muninn í 17:13 en leikmenn Aftureldingar fundu loks leið framhjá Kolbeini Aroni Ingibjargarsyni, markverður ÍBV, og skoruðu 18. markið. Staðan er 18:13, fyrir Aftureldingu.

30. Flautað hefur verið til loka fyrri hálfleiks. Afturelding er með sex marka forskot, 17:11, og hefur verið sterkara liðið eins og tölurnar gefa til kynna. Eyjamenn fóru illa að ráði sínu þegar þeir áttu möguleika á að minnka muninn í eitt eða tvö mörk.
Sverrir Hermannsson hefur skorað 5 mörk fyrir Aftureldingu og Hilmar Stefánsson og Bjarni Aron Þórðarson 4 mörk hvor.
Leifur Jóhannesson hefur skorað 4 mörk fyrir ÍBV. Sigurður Bragason, Davíð Óskarsson og Vignir Stefánsson 2 mörk hver.

25. Pattstaða hefur verið í leiknum síðustu mínútur og lítið verið skorað. Staðan er 13:9, fyrir Aftureldingu.

20. Munurinn breytist litið og leikmenn ÍBV hafa farið illa með þau tækifæri sem þeir hafa fengið til að minnka enn meira muninn. Staðan er 12:9, fyrir Aftureldingu.

15. Aftureldingarmenn áfram með forystu, nú 10:7.

10. Eyjamenn hafa bitið frá sér síðustu mínútur, einkum í vörninni. Staðan er 7:5 fyrir Aftureldingu.

5. Heimamenn í Aftureldingu fara vel af stað, staðan er 5:2.

Liðin mætast á ný í Vestmannaeyjum á þriðjudag. Komi til oddaleiks fer hann fram í Mosfellsbæ á fimmtudaginn.

Sigurliðið um rimmu Aftureldingar og ÍBV mætir sigurliði úr einvígi ÍR og Stjörnunnar sem hefja keppni í Austurbergi kl. 19.30 í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert