Stjarnan knúði fram oddaleik - Afturelding áfram

Stjörnumennirnir Tandri Konráðsson og Vilhjálmur Halldórsson verjast.
Stjörnumennirnir Tandri Konráðsson og Vilhjálmur Halldórsson verjast. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Stjarnan hafði betur gegn ÍR, 18:17, í öðrum umspilsleik liðanna í 1. deild karla í handknattleik. Staðan er því 1:1 og mætast liðin í oddaleik á fimmtudag. Afturelding er hins vegar komin í úrslit um laust sæti í úrvalseildinni en liðið vann ÍBV öðru sinni í kvöld. Liðin áttust við í Eyjum þar sem Mosfellingar fögnuðu sigri, 23:22.

Tandri Konráðsson skoraði 6 mörk fyrir Stjörnuna og Eyþór Magnússon 4. Hjá ÍR-ingum voru þeir Davíð Georgsson, Jónatan Vignisson og Sigurður Magnússon með 3 mörk hver.

Eyjamenn voru yfir gegn Aftureldingu mest allan tímann. Þeir voru yfir, 22:19, þegar skammt var til leiksloka en Mosfellingar áttu góðan endasprett og tryggðu sér sigur með marki úr vítaskoti fáeinum sekúndum fyrir leikslok. Sigurður Bragason var markahæstur í liði ÍBV með 9 mörk en hjá Aftureldingu var Hilmar Stefánsson atkvæðamestur með 7 mörk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert