Löwen tapaði fyrir Montpellier

Ólafur Stefánsson.
Ólafur Stefánsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslendingaliðið Rhein-Neckar Löwen tapaði á heimavelli fyrir frönsku meisturunum í Montpellier, 29:27, í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en leikurinn fór fram í Mannheim í dag.

Löwen var þremur mörkum yfir eftir fyrri hálfleikinn, 12:9, en í þeim síðari tóku Frakkarnir völdin og þeir náðu að skora 20 mörk í seinni hálfleik og eru þar með góðri stöðu fyrir síðari leikinn.

Róbert Gunnarsson skoraði 3 mörk fyrir Löwen en Ólafur Stefánsson komst ekki á blað og var langt frá sínu besta. Guðjón Valur Sigurðsson sat á bekknum allan tímann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert