Fær Alfreð bann eða sekt?

Alfreð Gíslason þjálfari Kiel var á hálum ís eftir tap …
Alfreð Gíslason þjálfari Kiel var á hálum ís eftir tap fyrir Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í handknattleik um síðustu helgi, að sögn þýskra fjölmiðla. www.thw-provinzial.de

Alfreð Gíslason, þjálfari Evrópu- og Þýskalandsmeistara Kiel í handknattleik, getur átt yfir höfði sér leikbann eða sekt frá Handknattleikssambandi Evrópu eftir að hann gagnrýndi dómara leiks Kiel og Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik um liðna helgi.

Kiel tapaði leiknum, sem fram fór í Kiel, og féll þar með úr leik í Meistaradeildinni sem liðið vann í fyrra.  Alfreð sagði í leikslok að dómararnir, sem eru danskir, Martin Gjeding og Mads Hansen, hafi ekki verið hlutlausir í leiknum. Það hafi sett sitt mark á úrslitin og svo virtist sem Handknattleikssamband Evrópu, EHF, vildi ekki fá fleiri þýsk lið í undanúrslit Meistaradeildarinnar.  Fyrir viðureign Kielar höfðu Rhein-Neckar Löwen og HSV Hamburg, tryggt sér sæti í undanúrslitum.

Markus Glaser, talsmaður EHF, segir í samtali við Kieler Nachrichten að Alfreð geti átt von á sekt eða leikbanni fyrir ummæli sín.

Kiel á afar veika von um þýska meistaratitilinn í vor en flest stefnir að félagið vinni engan titil á þessu ári í fyrsta sinn í átta ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert