Atli Hilmars: FH-ingar vel að titlinum komnir

Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyringa, var ánægður með sína menn að úrslitarimmunni lokinni gegn FH þrátt fyrir að þeir hafi þurft að játa sig sigraða 1:3.

FH sigraði 28:24 í fjórða leik liðanna í kvöld og Atli sagði FH vera með frábært lið. Hann sagði úrslit leikjanna fjögurra sýna að liðin væru áþekk að getu.  Hann sagði Akureyringa hafa verið inni í öllum leikjunum og sagði mjög sárt að sú frammistaða hafi ekki dugað alla vega til þess að komast í
oddaleik.

Talsvert var rætt um að leikmannahópur FH væri talsvert breiðari en hjá Akureyri og að norðanmenn gætu orðið þreyttir þegar liði á rimmuna. Spurður um hvort hann hafi fundið fyrir því sagði Atli svo ekki vera og benti á að hann hafi verið mun ánægðari með sína menn í þriðja leiknum heldur en í fyrsta leiknum.

Hann sagði hins vegar vera visst áhyggjuefni að Akureyri hafi tapað úrslitaleikjum í þremur keppnum á þessari leiktíð en sagðist viss um að hann og leikmenn Akureyrar geti lært af því.

Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, Guðmundur Hólmar Helgason.
Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, Guðmundur Hólmar Helgason. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert