Reynir Þór hættur hjá Fram

Magnús Stefánsson og félagar í Fram fá nýjan þjálfara á …
Magnús Stefánsson og félagar í Fram fá nýjan þjálfara á næstu leiktíð. Ómar Óskarsson

Reynir Þór Reynisson sem þjálfaði karlalið Fram í handknattleik á yfirstandandi keppnistímabili hefur verið leystur undan samning en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu. Fram endaði í 3. sæti deildarinnar og datt út í undanúrslitum gegn FH í úrslitakeppninni.

Fréttatilkynning Fram hljóðar svona; „Stjórn Handknattleiksdeildar Fram og Reynir Þór Reynisson hafa komist að samkomulagi um að Reynir Þór láti af störfum sem þjálfari mfl.[meistaraflokks] karla hjá félaginu. Handknattleiksdeild Fram þakkar Reynir fyrir vel unnin störf hjá félaginu.“

Reynir hafði aðeins verið hjá Fram í eitt tímabil en áður þjálfaði hann kvennalið Fylkis og þar á undan karlalið Víkings.

Reynir Þór Reynisson er hættur sem þjálfari Fram.
Reynir Þór Reynisson er hættur sem þjálfari Fram. Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert