Arnór er sá mikilvægasti í AG-liðinu

Arnór Atlason, AG
Arnór Atlason, AG Gísli Baldur Gíslason

Arnór Atlason hefur verið mikilvægasti leikmaður danska stórliðsins AG København í úrslitakeppninni um danska meistaratitilinn. Það er mat annars þjálfara liðsins, Klavs Bruun Jørgensens, og haft eftir honum á sporten.tv2.dk í gær.

Fullyrðing Jørgensens, sem er fyrrverandi landsliðsmaður Dana, kom mörgum á óvart þar sem margar af helstu stórstjörnum dansks handknattleiks, m.a. Mikkel Hansen, Kasper Hvidt og Joachim Boldsen, eru í AG-liðinu sem hefur aðeins tapað einum leik í dönsku deildinni á keppnistímabilinu.

Hér má sjá stut viðtal við Jørgensen og Arnór vegna yfirlýsingar þjálfarans.

Uppselt er á úrslitaleik AG København og Bjerringbro/Silkeborg um danska meistaratitilinn í handknattleik karla sem fram fer á knattspyrnuleikvanginum Parken í á laugardaginn. Alls hafa selst rúmlega 34.000 aðgöngumiðar og er ljóst að áhorfendamet verður sett á leik félagsliða en núverandi met er 30.925 áhorfendur sem sáu viðureign Lemgo og Kiel á fótboltavellinum í Schalke fyrir tæpum sjö árum.

Arnór er fyrirliði AG-liðsins og gangi áætlanir liðsins um sigur í leiknum eftir tekur hann við danska meistarabikarnum í leikslok á laugardaginn. iben@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert