Konurnar töpuðu fyrir piltunum

Hrafnhildur Skúladóttir fann sig vel gegn piltunum í kvöld. Það …
Hrafnhildur Skúladóttir fann sig vel gegn piltunum í kvöld. Það duggði þó ekki til sigurs. mbl.is/Ómar

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik spilaði í kvöld æfingaleik gegn U17 ára landsliðið pilta í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda í kvöld. Leikurinn kom í stað fyrirhugaðra æfingaleikja gegn Tyrkjum en þeir komust ekki til Íslands vegna eldgossins í Grímsvötnum.

Íslensku piltarnir höfðu betur en lokatölur voru 29:24 en staðan í hálfleik var 13:12 piltunum í vil. Daði Laxdal Gautason var markahæstur með fimm mörk en Bjarni Guðmundsson, Ólafur Ægir Ólafsson og Stefán Darri Þórsson komu næstir, allir með fjögur mörk.

Hjá konunum var Hrafnhildur Skúladóttir markahæst með sex mörk, Ásta Gunnarsdóttir skoraði fjögur og þær Arna Sif Pálsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir skoruðu þrjú mörk hvort. Guðrún Ósk Maríasdóttir varði níu skot og Guðný Jenný Ásmundsdóttir fimm.

Fyrir áhugasama mætast liðin aftur á miðvikudaginn.

Um næstu helgi er von á Svíum en silfurliðið frá EM mætir því íslenska í Vodafone-höllinni á sunnudag og mánudag. Leikirnir eru liður í undirbúningi landsliðsins fyrir leikina á móti Úkraínu í umspili um sæti á HM.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert