Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik mætir ekki Tyrkjum í kvöld og á miðvikudag eins og fyrirhugað var þar sem tyrkneska landsliðið komst ekki til landsins vegna eldgossins í Grímsvötnum. Þess í stað mun landsliðið mæta U17 ára landsliða pilta í tveimur leikjum.
Um næstu helgi er von á Svíum en silfurliðið frá EM mætir því íslenska í Vodafone-höllinni á sunnudag og mánudag. Leikirnir eru liður í undirbúningi landsliðsins fyrir leikina á móti Úkraínu í umspili um sæti á HM.