Annar Evróputitill Barcelona

Luc Abalo og félagar í Ciudad Real máttu sætta sig …
Luc Abalo og félagar í Ciudad Real máttu sætta sig við silfrið í Meistaradeild Evrópu í handknattleik. Reuters

Barcelona vann öruggan sigur á Ciudad Real í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í dag. Staðan í hálfleik var 14:10 fyrir Barcelona og frábær kafli þeirra í byrjun þess síðari var meira en Ciudad Real réð við. Þeir breyttu þá stöðunni í 22:15 og þótt Ciudad Real hefði minnkað muninn í 23:19 bættu leikmenn Barcelona bara við en lokatölur voru þó 27:24 en sigurinn aldrei í hættu.

Barcelona var svo sannarlega staðráðið í að láta ekki söguna endurtaka sig frá því í fyrra þegar þeir höfðu fimm marka forkskot þegar 15 mínútur voru eftir. Þetta var sjötti Evróputitill félagsins.

Daniel Saric markvörður Barcelona fór hreinlega á kostum í markinu og varði 24 skot þar af tvö vítaköst. Þá skoraði hann einnig eitt mark sem kórónaði frábæran leik hans.

Markahæstur hjá Barcelona var Daninn Jesper Nöddesbo með sjö, Juanín Carcía, Victor Tomas og Siarhei Rutenka skoruðu þrjú. Hjá silfurliðinu stóð markvörðurinn gamalreyndi, Joseja Hombrados sig best en hann varði 18 skot. Kiril Lazarov og Mariusz Jurkiewicz voru markhæstir báðir með fimm mörk.

Þetta er því annar Evróputitill félagsins þessa helgina því knattspyrnulið þeirra vann Meistaradeildina í gær eins og flestum ætti að vera kunnugt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert