Öruggur sigur Þjóðverja

Silvio Heinevetter var frábær í marki Þjóðverja í kvöld gegn …
Silvio Heinevetter var frábær í marki Þjóðverja í kvöld gegn Austurríki. Michael Heuberger

Þjóðverj­ar lögðu ná­granna sína í Aust­ur­ríki, 28:20, í undan­keppni Evr­ópu­móts­ins í hand­knatt­leik í Inns­bruck í kvöld en þjóðirn­ar eru með Íslend­ing­um í riðli undan­keppn­inni. Þetta þýðir að ís­lenska landsliðið mæt­ir Aust­ur­ríki í hrein­um úr­slita­leik um sæti á Evr­ópu­meist­ara­mót­inu í Laug­ar­dals­höll á sunnu­dag­inn kl. 16.30.

Aust­ur­ríki og Þýska­land eru jöfn að stig­um fyr­ir lokaum­ferðina í riðlin­um með sjö stig. Ísland hef­ur sex stig og Lett­ar ekk­ert. Sig­ur­inn í kvöld tryggði Þjóðverj­um keppn­is­rétt á EM í janú­ar.

Aust­ur­ríki næg­ir stig í Laug­ar­dals­höll á sunnu­dag­inn gegn Íslend­ing­um til þess að kom­ast í loka­keppn­ina en ís­lenska landsliðið verður að vinna til þess að vera með í Serbíu í janú­ar nk, en þar fer keppn­in fram.

Þjóðverj­ar voru yfir all­an leik­inn við Aust­ur­rík­is­menn í Inns­bruck í kvöld. Sjö marka mun­ur var í hálfleik, 15:8. Aust­ur­rík­is­menn bitu frá sér í fyrri hluta síðari hálfleik og voru aðeins tveim­ur mörk­um und­ir, 19:17, þegar 14 mín­út­ur voru til leiks­loka.  Nær komust þeir ekki og stóri þröksuld­ur­inn var Sil­vio Hein­vetter, markvörður Þjóðverja. Hann varði allt hvað af tók og alls 23 skot, þegar upp var staðið.

Miðasala á viður­eign Íslands og Aust­ur­ríki í Laug­ar­dals­höll á miðviku­dag­inn er haf­in á midi.is.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert