Stórsigur á Austuríki og Ísland á EM

Ingimundur Ingimundarson skorar úr hraðaupphlaupi í fyrri hálfleiknum.
Ingimundur Ingimundarson skorar úr hraðaupphlaupi í fyrri hálfleiknum. mbl.is/

Íslenska landsliðið vann stór­sig­ur á Aust­ur­ríki, 44:29, í Laug­ar­dals­höll og tryggði sér sæti í loka­keppni Evr­ópu­móts­ins í hand­knatt­leik karla sem fram í Serbíu í janú­ar á næsta ári.

Íslenska landsliðið varð að vinna leik­inn og sýndi það frá fyrstu mín­út­ur að það ætlaði sér ekk­ert annað en sig­ur. Það tók öll völd á leik­vell­in­um frá fyrstu mín­útu með frá­bær­um varn­ar­leik auk þess sem Björg­vin Gúst­avs­son fór á kost­um í mark­inu. Þá var sókn­ar­leik­ur­inn mjög góður ein­um fyrstu 20 mín­út­ur fyrri hálfleik. Staðan var 21:14, að lokn­um fyrri hálfleik.

Íslenska landsliðið lét síðan kné fylgja kviði í síðari hálfleik og jók for­skot sitt smátt og smátt. Aust­ur­ríska landsliðið hafði eng­in svör og lagði niður vopn sín smátt og smátt.

Ísland og Þýska­land fara því áfram úr þessu riðli undan­keppn­inn­ar í loka­keppn­ina en Aust­ur­ríki og Lett­land sitja eft­ir.

Mörk Íslands: Aron Pálm­ars­son 8, Guðjón Val­ur Sig­urðsson 8, Ólaf­ur Stef­áns­son 7/​2, Al­ex­and­er Peters­son 5, Ró­bert Gunn­ars­son 5, Arn­ór Atla­son 4, Ingi­mund­ur Ingi­mund­ar­son 2, Snorri Steinn Guðjóns­son 2, Sver­re Jak­obs­son 1, Arn­ór Þór Gunn­ars­son 1, Vign­ir Svavars­son 1.
Var­in skot: Björg­vin Páll Gúst­afs­son 20 (þaraf 4 til mót­herja). Hreiðar Levy Guðmunds­son 6(þaraf 3 til mót­herja).
Marka­hæst­ur Aust­ur­rík­is­manna var Roland Schlin­ger með 8 mörk og Konrad Wilczynski og Robert We­ber skoruðu 5 mörk hvor.

Aron Pálmarsson skorar fyrir Ísland í fyrri hálfleiknum.
Aron Pálm­ars­son skor­ar fyr­ir Ísland í fyrri hálfleikn­um. mbl.is/​Golli
Ólafur Stefánsson sendir boltann inná línuna í leiknum í dag.
Ólaf­ur Stef­áns­son send­ir bolt­ann inná lín­una í leikn­um í dag. mbl.is/​Golli
Alexander Petersson skorar í leiknum í dag.
Al­ex­and­er Peters­son skor­ar í leikn­um í dag. mbl.is/​Golli
Róbert Gunnarsson skorar snemma í leiknum í dag.
Ró­bert Gunn­ars­son skor­ar snemma í leikn­um í dag. mbl.is/​Golli
Ísland 44:29 Aust­ur­ríki opna loka
Guðjón Valur Sigurðsson - 8
Aron Pálmarsson - 8
Ólafur Stefánsson - 7 / 2
Róbert Gunnarsson - 5
Alexander Petersson - 5
Arnór Atlason - 4
Snorri Steinn Guðjónsson - 2
Ingimundur Ingimundarson - 2
Sverre Jakobsson - 1
Ísland - 1
Vignir Svavarsson - 1
Mörk 8 - Roland Schlinger
5 - Robert Weber
5 / 3 - Konrad Wilczynski
3 - Viktor Szilágyi
2 - Maximilian Hermann
2 - Patrick Fölser
2 - Ivica Belas
1 - Vytautas Ziura
1 - Richard Wöss
Björgvin Páll Gústavsson - 17
Hreiðar Levy Guðmundsson - 5
Ísland - 3
Varin skot 1 - Thomas Bauer

6 Mín

Brottvísanir

4 Mín

mín.
60 Leik lokið
59 44 : 29 - Ísland (Ísland) skoraði mark
Það var Arnór Gunnarsson sem skoraði síðasta mark Íslendinga.
59 Hreiðar Levy Guðmundsson (Ísland) varði skot
hann fer á kostum hreinlega!
59 Hreiðar Levy Guðmundsson (Ísland) varði skot
59 43 : 29 - Snorri Steinn Guðjónsson (Ísland) skoraði mark
glæsilegt undirhandaskot.
58 42 : 29 - Maximilian Hermann (Austurríki) skoraði mark
57 Hreiðar Levy Guðmundsson (Ísland) varði skot
nei takkinn er ekki fastur inni, Hreiðar varði þrjú í röð í sömu sókninni.
57 Hreiðar Levy Guðmundsson (Ísland) varði skot
57 Hreiðar Levy Guðmundsson (Ísland) varði skot
56 42 : 28 - Vignir Svavarsson (Ísland) skoraði mark
55 41 : 28 - Snorri Steinn Guðjónsson (Ísland) skoraði mark
hans fyrsta í leiknum en hann hefur ekki mikið spilað.
55 Textalýsing
Nú fá yngri leikmenn að spreyta sig hjá íslenska liðinu.
55 Vytautas Ziura (Austurríki) fékk 2 mínútur
54 40 : 28 - Aron Pálmarsson (Ísland) skoraði mark
hans áttunda mark í leiknum.
53 39 : 28 - Roland Schlinger (Austurríki) skoraði mark
52 39 : 27 - Ólafur Stefánsson (Ísland) skoraði mark
eftir gegnumbrot. Vel gert hjá Óla sem virtist reiður eftir síðustu átök sín við varnarmenn Austurríkis.
52 Textalýsing
Hreiðar Levý kemur í markið.
52 38 : 27 - Richard Wöss (Austurríki) skoraði mark
51 38 : 26 - Roland Schlinger (Austurríki) skoraði mark
50 38 : 25 - Aron Pálmarsson (Ísland) skoraði mark
50 37 : 25 - Maximilian Hermann (Austurríki) skoraði mark
49 37 : 24 - Sverre Jakobsson (Ísland) skoraði mark
frábært mark og hann fagnar með því að taka handahlaup. Þá veit maður að það gengur vel þegar Sverre tekur handahlaup. Flott sending einnig frá Guðjóni.
48 36 : 24 - Ólafur Stefánsson (Ísland) skoraði mark
47 35 : 24 - Arnór Atlason (Ísland) skoraði mark
óð beint á vörnina og skaut úr skrefinu. Vel gert hjá Arnóri.
46 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland) varði skot
hans 20. skot í leiknum þegar Íslendingar voru einum færri. Nú er spilað 7 á 7.
45 34 : 24 - Robert Weber (Austurríki) skoraði mark
45 34 : 23 - Alexander Petersson (Ísland) skoraði mark
þrátt fyrir að vera aðeins fjórir í sókninni.
44 33 : 23 - Robert Weber (Austurríki) skoraði mark
Íslendingar voru aðeins fjórir í vörninni.
44 Aron Pálmarsson (Ísland) fékk 2 mínútur
fyrir að koma of snemma inná völlinn úr refsingunni sem Ásgeir fékk fyrir tæpum tveimur mínútum síðan.
44 Austurríki tekur leikhlé
Ellefu marka munur og það verður til þess að Magnus Andersson þjálfari Austurríki tekur leikhlé.
44 33 : 22 - Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland) skoraði mark
skiptir engu máli þó við séum einum manni færri.
43 32 : 22 - Konrad Wilczynski (Austurríki) skorar úr víti
43 Ásgeir Örn Hallgrímsson (Ísland) fékk 2 mínútur
43 Konrad Wilczynski (Austurríki) fiskar víti
43 32 : 21 - Róbert Gunnarsson (Ísland) skoraði mark
42 Textalýsing
Vil benda á að það má sjá markaskorara liðanna hér fyrir neðan lýsinguna.
42 31 : 21 - Viktor Szilágyi (Austurríki) skoraði mark
og fær högg á puttann en harkar það af sér.
42 31 : 20 - Aron Pálmarsson (Ísland) skoraði mark
42 30 : 20 - Roland Schlinger (Austurríki) skoraði mark
Íslendingar ekki nógu snöggir til baka að þessu sinni.
42 30 : 19 - Aron Pálmarsson (Ísland) skoraði mark
41 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland) varði skot
41 Alexander Petersson (Ísland) skýtur framhjá
41 Alexander Petersson (Ísland) skýtur framhjá
40 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland) varði skot
úr hraðaupphlaupi. Glæsileg markvarsla og Björgvin er að gera sitt, hans 17. skot.
40 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland) varði skot
39 29 : 19 - Ólafur Stefánsson (Ísland) skoraði mark
örfáum sekúndum síðar. Tíu marka munur.
39 28 : 19 - Robert Weber (Austurríki) skoraði mark
38 28 : 18 - Róbert Gunnarsson (Ísland) skoraði mark
úr hraðaupphlaupi. Gestirnir töpuðu boltanum í sókninni og það íslenska brunaði fram völlinn.
38 Thomas Bauer (Austurríki) varði skot
frá Alexander
37 27 : 18 - Roland Schlinger (Austurríki) skoraði mark
37 27 : 17 - Ingimundur Ingimundarson (Ísland) skoraði mark
af línunni eftir sendingu frá Ólafi Stefánssyni.
36 26 : 17 - Arnór Atlason (Ísland) skoraði mark
úr seinni bylgju hraðaupphlaups.
36 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland) varði skot
35 Ísland tapar boltanum
fær dæmdan á sig ruðning.
35 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland) varði skot
34 25 : 17 - Ólafur Stefánsson (Ísland) skoraði mark
34 24 : 17 - Roland Schlinger (Austurríki) skoraði mark
33 24 : 16 - Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland) skoraði mark
eftir góða sendingu frá Arnóri af miðjunni.
33 23 : 16 - Konrad Wilczynski (Austurríki) skoraði mark
úr hraðaupphlaupi.
33 23 : 15 - Robert Weber (Austurríki) skoraði mark
33 Ísland (Ísland) varði skot
vörnin
31 23 : 14 - Alexander Petersson (Ísland) skoraði mark
úr hraðaupphlaupi, vörnin vann boltann og Guðjón sendi svo á Alexander sem kláraði með stæl.
31 22 : 14 - Alexander Petersson (Ísland) skoraði mark
boltinn lak inn.
31 Textalýsing
Seinni hálfleikur er hafinn og Ísland byrjar í sókn.
30 Hálfleikur
Frábær fyrri hálfleikur hjá íslenska liðinu. Vörnin góð, Björgvin í stuði fyrir aftan hana og sóknarleikurinn gengur mjög vel. Vonandi verður framhald á þessu í síðari hálfleik. Það eru þó enn 30 mínútur eftir en 7 marka forskot hljómar alls ekki illa.
29 21 : 14 - Vytautas Ziura (Austurríki) skoraði mark
29 21 : 13 - Aron Pálmarsson (Ísland) skoraði mark
gott skot af miðjunni.
28 20 : 13 - Ivica Belas (Austurríki) skoraði mark
28 Ísland (Ísland) varði skot
vörnin.
28 20 : 12 - Ingimundur Ingimundarson (Ísland) skoraði mark
af línunni í seinni bylgju Íslendinga.
27 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland) varði skot
27 19 : 12 - Aron Pálmarsson (Ísland) skoraði mark
26 18 : 12 - Konrad Wilczynski (Austurríki) skoraði mark
eftir að Íslendingar töpuðu boltanum.
26 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland) varði skot
26 Ísland (Ísland) varði skot
íslenska vörnin.
25 18 : 11 - Arnór Atlason (Ísland) skoraði mark
24 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland) varði skot
eftir að Íslendingar höfðu tapað boltanum í sókninni á undan.
24 17 : 11 - Ivica Belas (Austurríki) skoraði mark
má greinilega ekki hæla þeim um of því miðjan opnaðist illa í þessu marki af línunni.
24 Textalýsing
Frábær íslensk vörn! Diddi og Sverre eru að stjórna henni eins og herforingjar.
23 Austurríki tekur leikhlé
Það kemur engum á óvart enda vörnin ekki að standa sig hjá gestunum. Íslendingar fá alltaf færi. Vörn og sókn er hinsvegar mjög góð hjá íslenska liðinu.
23 17 : 10 - Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland) skoraði mark
22 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland) varði skot
Glæsilega varið hans 10. í leiknum.
21 16 : 10 - Alexander Petersson (Ísland) skoraði mark
eftir að Guðjón Valur vann boltann þegar gestirnir voru á leið fram völlinn í sókn.
20 15 : 10 - Roland Schlinger (Austurríki) skoraði mark
20 Textalýsing
Aftur orðið jafnt í liðum.
19 Janko Bozovic (Austurríki) gult spjald
19 15 : 9 - Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland) skoraði mark
17 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland) varði skot
og Íslendingar fara í sókn einum leikmanni fleiri.
18 Ísland tapar boltanum
reyndi langa sendingu fram völlinn.
18 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland) varði skot
17 Patrick Fölser (Austurríki) fékk 2 mínútur
17 14 : 9 - Róbert Gunnarsson (Ísland) skoraði mark
með einn varnarmann á bakinu allan tímann.
16 Sverre Jakobsson (Ísland) gult spjald
16 13 : 9 - Viktor Szilágyi (Austurríki) skoraði mark
16 13 : 8 - Ólafur Stefánsson (Ísland) skoraði mark
úr horninu.
15 12 : 8 - Roland Schlinger (Austurríki) skoraði mark
en í sókninni á undan áttu Íslendingar klárlega að fá aukakast en Frakkarnir dæmdu ekkert.
15 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland) varði skot
14 12 : 7 - Aron Pálmarsson (Ísland) skoraði mark
með þrumuskoti, þvílík negla af gólfinu.
13 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland) varði skot
úr dauðafæri í hægra horninu. Mjög mikilvæg markvarsla þar sem Ísland er einum færri.
13 11 : 7 - Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland) skoraði mark
einum manni færi, mjög svipað og hjá Alexander áðan.
12 10 : 7 - Konrad Wilczynski (Austurríki) skorar úr víti
12 Viktor Szilágyi (Austurríki) fiskar víti
12 Ásgeir Örn Hallgrímsson (Ísland) fékk 2 mínútur
í sinni fyrstu vörn, stutt gaman hjá Ásgeiri!
12 10 : 6 - Alexander Petersson (Ísland) skoraði mark
kom úr horninu og lyfti sér upp. Vel gert hjá Alexander.
11 9 : 6 - Konrad Wilczynski (Austurríki) skorar úr víti
11 Arnór Atlason (Ísland) gult spjald
11 Austurríki (Austurríki) fiskar víti
11 9 : 5 - Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland) skoraði mark
úr hraðaupphlaupi.
10 8 : 5 - Róbert Gunnarsson (Ísland) skoraði mark
vippaði laglega yfir markvörðinn.
10 7 : 5 - Robert Weber (Austurríki) skoraði mark
9 7 : 4 - Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland) skoraði mark
eftir frábæra sendingu frá Arnóri. Sóknarleikurinn gengur mjög vel hjá strákunum.
8 6 : 4 - Patrick Fölser (Austurríki) skoraði mark
8 6 : 3 - Aron Pálmarsson (Ísland) skoraði mark
7 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland) varði skot
7 5 : 3 - Ólafur Stefánsson (Ísland) skorar úr víti
sitt annað mark í leiknum og bæði úr vítakasti.
6 Markus Wagesreiter (Austurríki) gult spjald
6 Róbert Gunnarsson (Ísland) fiskar víti
6 4 : 3 - Roland Schlinger (Austurríki) skoraði mark
6 Ingimundur Ingimundarson (Ísland) gult spjald
5 4 : 2 - Viktor Szilágyi (Austurríki) skoraði mark
5 4 : 1 - Ólafur Stefánsson (Ísland) skorar úr víti
4 Viktor Szilágyi (Austurríki) gult spjald
4 Alexander Petersson (Ísland) fiskar víti
4 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland) varði skot
úr horninu.
3 3 : 1 - Arnór Atlason (Ísland) skoraði mark
úr hraðaupphlaupi eftir að íslenska vörninn vann boltann. Góð byrjun Íslendinga.
3 2 : 1 - Róbert Gunnarsson (Ísland) skoraði mark
3 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland) varði skot
2 1 : 1 - Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland) skoraði mark
2 0 : 1 - Patrick Fölser (Austurríki) skoraði mark
1 Arnór Atlason (Ísland) skýtur framhjá
en Ísland vann boltann aftur.
1 Viktor Szilágyi (Austurríki) skýtur framhjá
1 Textalýsing
Leikurinn er hafinn og það eru gestirnir sem byrja í sókn.
0 Textalýsing
Það eru franskir dómarar sem dæma leikinn, Thierry Dentz og Denis Reibel. Eftirlitsmaðurinn kemur frá Noregi.
0 Textalýsing
Þá styttist í leik Íslands og Austurríkis. Liðin ganga inn á völlinn og þjóðsöngvar landanna verða nú leiknir.
0 Textalýsing
Það er að duga eða drepast fyrir strákana okkar í dag. Greinilegt er að áhorfendur ætla ekki að láta sitt eftir liggja og eru þegar farnir að streyma í Laugardalshöll.
0 Textalýsing
Austurríki vann Ísland í fyrri leik liðanna í riðlinum á sínum heimavelli, 28:23, í lok október. Síðasta miðvikudag töpuðu Austurríkismenn fyrir Þjóðverjum á heimavelli, 20:28, en það var hreinn úrslitaleikur um hvort liðið færi áfram.
0 Textalýsing
Fyrir lokaumferðina í 5. riðli í dag er Þýskaland með 7 stig, Austurríki 7 stig, Ísland 6 en Lettland ekkert stig. Tvö efstu liðin komast á EM í Serbíu. Þýskaland fer áfram, sama hvernig leikirnir enda. Austurríki nægir jafntefli en Ísland þarf að vinna.
Sjá meira
Sjá allt
Dómarar: Thierry Dentz og Denis Reibel, Frakklandi

Gangur leiksins: 4:2, 8:5, 12:8, 15:10, 18:11, 21:14, 25:17, 29:19, 34:24, 38:25, 41:28, 44:29.

Lýsandi:

Völlur: Laugardalshöll

Ísland: (M). .

Austurríki: (M). .

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert