Stórsigur á Austuríki og Ísland á EM

Ingimundur Ingimundarson skorar úr hraðaupphlaupi í fyrri hálfleiknum.
Ingimundur Ingimundarson skorar úr hraðaupphlaupi í fyrri hálfleiknum. mbl.is/

Íslenska landsliðið vann stórsigur á Austurríki, 44:29, í Laugardalshöll og tryggði sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins í handknattleik karla sem fram í Serbíu í janúar á næsta ári.

Íslenska landsliðið varð að vinna leikinn og sýndi það frá fyrstu mínútur að það ætlaði sér ekkert annað en sigur. Það tók öll völd á leikvellinum frá fyrstu mínútu með frábærum varnarleik auk þess sem Björgvin Gústavsson fór á kostum í markinu. Þá var sóknarleikurinn mjög góður einum fyrstu 20 mínútur fyrri hálfleik. Staðan var 21:14, að loknum fyrri hálfleik.

Íslenska landsliðið lét síðan kné fylgja kviði í síðari hálfleik og jók forskot sitt smátt og smátt. Austurríska landsliðið hafði engin svör og lagði niður vopn sín smátt og smátt.

Ísland og Þýskaland fara því áfram úr þessu riðli undankeppninnar í lokakeppnina en Austurríki og Lettland sitja eftir.

Mörk Íslands: Aron Pálmarsson 8, Guðjón Valur Sigurðsson 8, Ólafur Stefánsson 7/2, Alexander Petersson 5, Róbert Gunnarsson 5, Arnór Atlason 4, Ingimundur Ingimundarson 2, Snorri Steinn Guðjónsson 2, Sverre Jakobsson 1, Arnór Þór Gunnarsson 1, Vignir Svavarsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústafsson 20 (þaraf 4 til mótherja). Hreiðar Levy Guðmundsson 6(þaraf 3 til mótherja).
Markahæstur Austurríkismanna var Roland Schlinger með 8 mörk og Konrad Wilczynski og Robert Weber skoruðu 5 mörk hvor.

Aron Pálmarsson skorar fyrir Ísland í fyrri hálfleiknum.
Aron Pálmarsson skorar fyrir Ísland í fyrri hálfleiknum. mbl.is/Golli
Ólafur Stefánsson sendir boltann inná línuna í leiknum í dag.
Ólafur Stefánsson sendir boltann inná línuna í leiknum í dag. mbl.is/Golli
Alexander Petersson skorar í leiknum í dag.
Alexander Petersson skorar í leiknum í dag. mbl.is/Golli
Róbert Gunnarsson skorar snemma í leiknum í dag.
Róbert Gunnarsson skorar snemma í leiknum í dag. mbl.is/Golli
Ísland 44:29 Austurríki opna loka
60. mín. Leik lokið
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert