Sebastian til Framara

Ólafur Arnarson, formaður handknattleiksdeildar Fram, og Sebastian Alexandersson t.h. handsala …
Ólafur Arnarson, formaður handknattleiksdeildar Fram, og Sebastian Alexandersson t.h. handsala samning þess efnis að hinn síðarnefni leiki með Fram á næstu leiktíð í N1-deildinni. Ljósmynd/Fram

Handknattleiksmarkvörðurinn Sebastian Alexandersson hefur ákveðið að ganga til liðs við Fram eftir sjö ára veru á Selfossi sem þjálfari meistaraflokks karla en einnig sem markvörður.

Sebastian þekkir til í herbúðum Safamýrarliðsins en hann lék með því um sex ára skeið, frá 1998 til 2004. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert