Pétur Pálsson frá Danmörku í ÍBV

Pétur Pálsson var áður leikmaður Hauka.
Pétur Pálsson var áður leikmaður Hauka. mbl.is/Ómar

Eyjamönnum hefur bæst afar góður liðsstyrkur fyrir komandi átök í 1. deild karla í handknattleik í vetur. Línumaðurinn Pétur Pálsson hefur samið við ÍBV.

Eyjafréttir greina frá þessu í dag. Pétur lék í dönsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð með Midtjylland en hann var áður í stóru hlutverki hjá Haukum.Midtjylland féll úr dönsku úrvalsdeildinni í vor.

Pétur er 26 ára gamall. Hjá ÍBV hittir hann fyrir gamlan félaga úr Haukum, Arnar Pétursson, sem þjálfar liðið.

Eyjamenn fengu fyrr í sumar til sín Magnús Stefánsson frá Fram og ljóst að þeir stefna fullum fetum að því að komast aftur upp í úrvalsdeildina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert