Þær norsku lágu gegn Frökkum

Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari Noregs.
Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari Noregs. mbl.is/Brynjar Gauti

Norsku Evrópumeistararnir í handknattleik kvenna steinlágu gegn Frökkum, 27:34, í heimsbikarkeppninni í Danmörku og þar með hafa Þórir Hergeirsson og hans stúlkur tapað þremur leikjum í röð gegn Frökkum í sumar.

Norska liðið er með Íslendingum í riðli í heimsmeistarakeppninni í Brasilíu í desember og þar er líka lið Þýskalands sem Norðmenn völtuðu yfir í fyrradag, 25:13.

"Við töpuðum fyrir betra liði. Ef við skorum 27 mörk í leik verða vörn og markvarsla að vera í lagi," sagði Þórir í viðtali við TV2 eftir ósigurinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert