Stelpurnar hans Þóris töpuðu í úrslitaleiknum

Þórir Hergeirsson.
Þórir Hergeirsson. mbl.is

Norðmenn, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, töpuðu fyrir Rússum, 25:23, í úrslitaleik á heimsbikarmótinu í handknattleik sem lauk í Danmörku í gær.

Það stefndi allt í norskan sigur en þegar sjö mínútur voru til leiksloka höfðu Norðmenn fjögurra marka forystu, 22:18, en þá hrökk allt í baklás hjá þeim. Rússar gengu á lagið og þeir skoruðu 7 mörk gegn einu á lokamínútunum og innbyrtu sigur.

Þar með töpuðu Norðmenn þriðja úrslitaleiknum í röð á heimsbikarmótinu en Rúmenar fögnuðu sigri fyrir 2007 og 2009.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert