Uppgangur í Kópavogi

Elín Anna Baldursdóttir leikmaður HK.
Elín Anna Baldursdóttir leikmaður HK. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

HK náði athyglisverðum árangri í N1-deildinni á síðustu leiktíð og Hilmar Guðlaugsson, þjálfari liðsins, gerir ráð fyrir áframhaldandi uppgangi í Kópavoginum. „Við stefnum á að gera betur en við gerðum síðasta vetur.

„Við stefnum á að gera betur en við gerðum síðasta vetur. Tímabilið í fyrra var flott og þá vorum við óheppin að komast ekki í fjögurra liða úrslitakeppnina. Að þessu sinni komast sex lið í úrslitakeppnina og við stefnum á að tryggja okkur gott sæti í þeirri keppni. Við erum með svipaðan mannskap og misstum einungis örvhentu skyttuna Tatjönu Zukovsku,“ sagði Hilmar þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans í gær en þjálfarinn lá þá heima í flensu. Hilmar tók við liðinu fyrir ári af þeim Erlingi Richardssyni og Kristni Guðmundssyni.

Sjá kynningu á liðum HK, ÍBV og Stjörnunnar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert