Framarar eru enn á sigurbraut en þeir lögðu Akureyringa, 31:27, í fyrsta leik 3. umferðar í N1-deildinni í handknattleik sem fram fór í Safamýri. Akureyringar voru sterkari í fyrri hálfleik en í þeim síðari sýndu Framarar styrk sinn en þeir hafa unnið alla þrjá leiki sína á mótinu.
60. Leiknum lokið með sigri Framara, 31:27.
Markahæstir hjá Fram: Róbert Aron Hostert 7, Sigurður Eggertsson 6, Jóhann Gunnar Einarsson 4.
Markahæstir hjá Akureyri: Oddur Gretarsson 8/3, Bjarni Fritzson 7.
55. Framarar eru enn yfir. Staðan er 28:25. Magnús Gunnar Erlendsson hefur varið mark Framara vel síðustu mínúturnarl
50. Framarar eru á góðri leið með að innbyrða þriðja sigur sinn í jafnmörgum leikjum Þeir hafa fjögurra marka forskot, 26:22. Vörn Framara hefur verið allt önnur og betri í seinni hálfleik.
42. Framarar voru að ná þriggja marka forskoti. Ingimundur stal boltanum á miðjum vellinum og skoraði úr hraðaupphlaupi. Staðan er, 22:19. Atli Hilmarsson þjálfari Akureyringar tók umsvifalaust leikhlé og messar yfir sínum mönnum.
35. Sama fjörið heldur áfram. Staðan er, 19:17, Akureyringum í vil.
23. Atli Hilmarsson þjálfari Akureyrar tekur leikhlé en hans menn eru yfir, 13:12. Norðanmenn hafa haft yfirhöndina allan tímann en Framarar hafa verið að sækja í sig veðrið.
30. Fyrri hálfleik er lokið. Staðan er, 16:16. Leikurinn hefur verið hraður og skemmtilegur. Eins og tölurnar gefa til kynna hefur varnarleikur liðanna ekki verið í hávegum hafður né markvarsla en eftir að hafa verið 2-3 mörkum undir nær allan hálfleikinn náðu Framarar að komast yfir þegar fjórar mínútur voru til leikhlé. Róbert Aron Hostert er markahæstur Framara með 5 mörk og Sigurður Eggertsson hefur skorað 4. Hjá Akureyringum er Bjarni Fritzson með 6 mörk og Oddur Gretarsson 4.
19. Einar Jónsson þjálfari Framara tekur leikhlé. Hann er mjög ósáttur við spilamennsku sinna manna en Framarar eru undir, 13:10. Bjarni Fritzson hefur skorað 5 af mörkum Akureyringa en Sigurður Eggertsson er markahæstur Framara með 3 mörk.
15. Framarar eru að taka við sér og hafa minnkað muninn í 10:8. Vörn heimamanna hefur lagast til muna.
10. Akureyringar eru enn yfir en staðan eftir tíu mínútur er, 6:3. Vörn gestanna er sérlega sterk og sóknarleikurinn hefur gengið vel til þessa. Guðmundur Hólmar er kominn aftur inná. Vörn Framara sem hefur verið svo sterk í fyrstu tveimur leikjunum er ekki góð.
7. Guðmundur Hólmar Helgason skyta Akureyringa varð fyrir meiðslum á fæti og þarf af fara af vellil. Akureyringar mega ekki við þessu enda margir menn á sjúkralistanum.
5. Leikurinn hefur farið fjörlega af stað. Akureyringar hafa byrjað betur og eru yfir, 4:1. Norðanmenn eru grimmir í vörninni og hafa nýtt færin sín vel í sókninni.
Sterka leikmenn vantar í lið Akureyringa í kvöld en hvorki Heimir Örn Árnason né Hörður Fannar Sigþórsson eru með norðanmönnum. Báðir eiga við meiðsli að stríða.