ÍR-ingar fóru uppí annað sætið í 1. deild karla í handknattleik í kvöld þegar þeir sóttu Víkinga heim í Víkina og lögðu þá þar að velli, 22:20. Selfoss vann Fjölni í Grafarvogi, 26:19.
ÍR-ingar voru yfir í hálfleik, 15:13, en liðin skoruðu síðan aðeins sjö mörk hvort í seinni hálfleiknum. ÍR er með 5 stig eftir 4 leiki en Eyjamenn eru á toppnum með 6 stig eftir þrjá leiki. Víkingar eru með 4 stig eftir 4 leiki og Stjarnan 4 stig eftir 3 leiki.
Mörk Víkings: Gestur Jónsson 5, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 5, Óttar Filipp Pétursson 4, Sigurður Karlsson 3, Egill Björgvinsson 1, Gunnar Valur Arason 1, Jón Hjálmarsson 1.
Mörk ÍR: Guðni Már Kristinsson 7, Hreiðar Haraldsson 5, Brynjar Valgeir Steinarsson 4, Ólafur Sigurgeirsson 3, Halldór L. Árnason 1, Davíð Georgsson 1, Daníel Ingi Guðmundsson 1.
Í Grafarvogi innbyrtu Selfyssingar sinn fyrsta sigur en þeir eru nú með 3 stig og Fjölnir ekkert. Staðan í hálfleik var 13:8, Selfyssingum í hag.
Mörk Fjölnis: Aron Guðmundsson 4, Jón B. Björnsson 3, Hálfdan Daníelsson 3, Óskar Erlendsson 3, Grétar Eiríksson 2, Einar Örn Hilmarsson 1, Heimir Stefánsson 1, Sigtryggur Kolbeinsson 1, Viktor Þorgeirsson 1.
Mörk Selfoss: Andri Már Sveinsson 8, Atli Kristinsson 6, Gunnar Ingi Jónsson 4, Hörður Bjarnarson 2, Eyþór Lárusson 2, Magnús Magnússon 1, Einar Sverrisson 1, Ómar V. Helgason 1, Matthías Halldórsson 1.